Íþróttavika Evrópu 2022

Fréttir

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive

Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive

Evrópubúar sameinast undir slagorðinu #BeActive

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin dagana 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi. Í ár skipuleggur Almenningsíþróttasvið ÍSÍ í samstarfi við íþróttahéruð landsins íþróttaviku Evrópu um allt land og það vonandi í sem flestum sveitarfélögum.

Heilsubærinn Hafnarfjörður hvetur öll íþróttafélög í Hafnarfirði, samtök og einstaklinga til að taka virkan þátt í íþróttavikunni með því að skipuleggja opnar æfingar og opin hús, viðburði eða aðrar uppákomur sem tengja má með beinum og óbeinum hætti við líkamlega og andlega hreyfingu og heilsu. Fjölbreytileiki hreyfingar fæst með virkri þátttöku fjöldans.

Upplýsingar um opin hús, opnar æfingar og allt það sem starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar fréttir af eru settar á vef bæjarins.

 

Sjá yfirlit yfir opin hús hér fyrir neðan

  • Vikuna 23. – 30. september: Opnar sundæfingar hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar
  • Laugardagurinn 24. september: Opnar æfingar hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar
  • Mánudagurinn 26. september kl. 15:30-16:30: Opin æfing hjá Einherja
  • Miðvikudagurinn 28. september frá 16-18: Opin æfing hjá Golfklúbbnum Keili
  • Miðvikudagurinn 28. september frá 15-18: Opið hús hjá Sörla

Gerum Íþróttaviku Evrópu glæsilega saman heima í Hafnarfirði!

#BeActive
#BeActive eru einkunnarorð Íþróttaviku Evrópu sem haldin er í yfir 30 Evrópulöndum vikuna 23.-30. september ár hvert. Endilega fylgist með á samfélagsmiðlum og verið #Beactive með landanum! Þú finnur vikuna á Facebook undir BeActive Iceland og á Instagram undir #BeActiveIceland. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands heldur utan um verkefnið. Hægt er að hafa samband í gegnum netfangið: beactive@isi.is eða í síma 514-4000. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur líkt og síðastliðin ár hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus+ styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu.

Nánari upplýsingar er að finna á vef BeActive á Íslandi

Beactive á Íslandi er líka á Facebook

Ábendingagátt