Ívar Bragason er nýr bæjarlögmaður

Fréttir

Ívar Bragason hefur verið ráðinn bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar. Ívar hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkefnum sveitarfélaga og hefur starfað sem lögmaður innan stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi árs 2017.

Ívar Bragason hefur verið ráðinn bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar. Ívar hefur yfirgripsmikla þekkingu á verkefnum sveitarfélaga og hefur starfað sem lögmaður innan stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar frá upphafi árs 2017. Sigríður Kristinsdóttir, fyrrum sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og bæjarlögmaður, tók í janúar 2021 við stöðu sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu.

Ívar lauk mag. jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 2008 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður sama ár. Ívar starfaði hjá embætti borgarlögmanns áður en hann kom til starfa hjá Hafnarfjarðarbæ og var áður hjá LOGOS lögmannsþjónustu og Mörkinni lögmannsstofu. Verkefni Ívars hjá Hafnarfjarðarbæ hafa m.a. snúið að meðferð mála fyrir héraðsdómi, samningagerð og lögfræðilegri ráðgjöf sér í lagi á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar annast lögfræðileg málefni fyrir hönd bæjarins og er ráðgjafi bæjarstjórnar, ráða og nefnda, bæjarstjóra og stofnana bæjarins í lagalegum málefnum. Bæjarlögmaður vinnur náið með teymi lögfræðinga en hjá Hafnarfjarðarbæ annast fjórir lögfræðingar lögfræðileg málefni.  

Ábendingagátt