Jafnlaunamarkmiði náð – áframhaldandi jákvæð þróun

Fréttir

Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun og vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu í ágúst 2017. Mikill metnaður hefur alla tíð síðan verið lagður í jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar og stöðuga þróun þess.

Jafnlaunakerfi sveitarfélagsins þykir skilvirkt

Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun og vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu í ágúst 2017. Mikill metnaður hefur alla tíð síðan verið lagður í jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar og stöðuga þróun þess. Afar ánægjulegt er frá því að segja að sveitarfélagið fékk í ár sérstakt hrós fyrir kerfið sem þykir skilvirkt og gengur lengra en staðallinn gerir kröfur um.

Áframhaldandi jákvæð þróun á jafnlaunakerfi

Niðurstöður úttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar 2023 sýna áframhaldandi jákvæða þróun á jafnlaunakerfi í átt að fullu launajafnrétti innan sveitarfélagsins. Óútskýrður kynbundinn launamunur er ekki til staðar hjá sveitarfélaginu og frávik innan við 2%. Frávikin skýrist að mestu af kjarasamningum. Samræmist þessi niðurstaða þeim markmiðum sem Hafnarfjarðarbær hefur sett sér. Markmiðið með innleiðingu og þróun á jafnlaunakerfi er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt, greiða jöfn laun og tryggja að öll kyn njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Viðhaldsvottun mun næst fara fram í maí 2024.

Ábendingagátt