Jafnlaunamarkmiði náð – góður árangur í úttekt

Fréttir

Niðurstöður úttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar 2024 sýna áframhaldandi jákvæða þróun. Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar þykir ganga um lengra en staðlar segja til um.

Hrósað fyrir jafnréttisáætlunina!

Niðurstöður úttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar 2024 sýna áframhaldandi jákvæða þróun á kerfinu. Óútskýrður kynbundinn launamunur er nú mældur 0,6%, konum í vil. Niðurstaðan samræmist markmiðunum sem Hafnarfjarðarbær hefur sett sér. Bærinn stóðst því prófið með glæsibrag.

Jafnlaunakerfið er skilvirkt

Hafnarfjarðarbær var fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá jafnlaunavottun og fékk vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu í ágúst 2017. Mikill metnaður hefur alla tíð síðan verið lagður í jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar og stöðuga þróun þess. Kerfið þykir skilvirkt. Af því erum við stolt. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Alls vinna rétt um 2100 starfsmenn hjá bænum. Nærri 1640 konur og 465 karlar. Úttekin nú var unnin samkvæmt kröfum ÍST 85:2012 um jafnlaunakerfi. Engin alvarleg frábrigði eða önnur fundust við úttektina. Frávik voru mældi innan við 1% (0,6 konum í hag %) og hækkar skýrihlutfall (R2) milli ára og er 96,5%, sem þykir mjög góður árangur.

Laus störf

Jafnlaunaúttektin:

  • Staðfesti að jafnlaunakerfið er að virka
  • Sýndi að allar kröfur jafnlaunastaðalsins eru uppfylltar
  • Sveitarfélagið nær því markmiði sem það setti sér

Viðhaldsvottun fór einnig fram í ár sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun. Sveitarfélagið fékk hrós fyrir jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar. Hún þykir ganga um lengra en staðlar segja til um.

Markmiðið að viðhalda launajafnrétti hjá bænum

Niðurstaðan samræmist þeim markmiðum sem Hafnarfjarðarbær hefur sett sér. Markmiðið með innleiðingu og þróun á jafnlaunakerfi er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt, greiða jöfn laun og tryggja að öll kyn njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

Já, bærinn stóðst prófið!

Ábendingagátt