Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarstjórn samþykkti í dag fyrirliggjandi rekstrar- og þjónustusamninga við tólf íþróttafélög í Hafnarfirði. Í nýju samningum er áhersla lögð á jöfnuð, sömu forsendur við útreikninga og að skilja á milli félagslega hluta félaganna og hefðbundins reksturs húsnæðis og valla. Starfsemi íþróttafélag í Hafnarfirði er í miklum blóma og kjölfestan í rekstri félaganna öflugt sjálfboðaliðastarf. Hafnarfjarðarbær vonast til að stuðningurinn muni styrkja öflugt íþróttastarf enn frekar.
Bæjarstjórn samþykkti í dag fyrirliggjandi rekstrar- og þjónustusamninga við tólf íþróttafélög í Hafnarfirði. Félögin eru Badmintonfélag Hafnarfjarðar, Fimleikafélagið Björk, Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, Íþróttafélagið Fjörður, Golfklúbburinn Keilir, Golfklúbbur Setbergs, Íþróttafélagið Haukar, Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar, Sundfélag Hafnarfjarðar, Hestamannafélagið Sörli og Siglingaklúbburinn Þytur.
Um mitt ár 2015 kom út skýrsla sem greindi þáverandi samninga Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélögin, tekin voru saman framlög bæjarins til íþróttafélaga og gerður var samanburður við nágrannasveitarfélög. Niðurstaða skýrslu sýndi ógagnsæi og ójöfnuð í greiðslum til íþróttafélaganna og því var í skýrslunni lagt til að gera nýja gagnsæja samninga þar sem lögð yrði áhersla á jöfnuð, sömu forsendur við útreikninga og að skilja á milli félagslega hluta félaganna og hefðbundins reksturs húsnæðis og valla. Vilji var fyrir því að rekstrarkostnað þeirra mannvirkja sem íþróttafélögin reka fyrir Hafnarfjarðarbæ yrði greindur sérstaklega. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, hefur borið hitann og þungann af þessu verkefni ásamt Andra Ómarssyni, verkefnastjóra á stjórnsýslusviði. Hafa þeir hitt fulltrúa allra félaganna og farið yfir rekstrartölur og leiðir til að mæta sérstökum þörfum allra félaganna. Fyrsta verkefnið var að fela Björkunum að taka við rekstri Íþróttamiðstöðvar Bjarkanna og hefur sá samningur fært Björkunum ýmis tækifæri sem auka gæði innra starfsins og bæta rekstur félagsins.
Áhersla lögð á gæði þjónustu og farið sé eftir settum gæðaviðmiðum
Endurnýjaðir hafa verið þjónustusamningar við öll þessi félög sem bjóða upp á barnastarf fyrir 50 börn eða fleiri um þá þjónustu sem félagið leggur fram í bæjarfélaginu. Fyrst og fremst þjónustu fyrir börn og með hvaða hætti bæjarfélagið greiði félaginu fyrir þá þjónustu. Félögunum er raðað í átta meginflokka og fá þau mismunandi framlag sem fer eftir fjölda iðkenda 0-18 ára. Framlag Hafnarfjarðarbæjar er ætlað sem stuðningur til félagsins til að bjóða upp á skipulagða íþróttaþjálfun fyrir börn og unglinga í Hafnarfirði og rekstur skrifstofu. Lögð er áhersla á gæði þjónustunnar og munu Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar fylgjast með að farið sé að gæðaviðmiðum sem sett eru fram í samningunum með samráðsfundum á milli aðila. Hinsvegar hafa verið endurnýjaðir rekstrarsamningar við nokkur íþróttafélög um rekstur mannvirkja. Um er að ræða Fimleikafélagið Björk og Bjarkarhúsið, Fimleikafélag Hafnarfjarðar og Kaplakrika, Íþróttafélagið Hauka og Ásvelli, Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar og Driftarhúsið, Golfklúbbinn Keili og Hvaleyrarvöll, Golfklúbbinn Setberg og Setbergsvöll, Hestamannafélagið Sörla og Sörlastaði og Siglingaklúbbinn Þyt og félagsheimili Þyts að Strandgötu 88. Félögin reka mannvirkin fyrir Hafnarfjarðarbæ, manna húsin, sjá um innkaup á rekstrarvörum, hluta viðhalds og að halda rekstri gangandi fyrir þá sem fara í leikfimi og stunda íþróttaæfingar.
Heilsubærinn Hafnarfjörður
Starfsemi íþróttafélag í Hafnarfirði er í miklum blóma og kjölfestan í rekstri félaganna öflugt sjálfboðaliðastarf. Hafnarfjarðarbær vonast til að stuðningurinn muni styrkja starfið enn frekar. Börnin í Hafnarfirði hafa í dag úr afar fjölbreyttri flóru íþróttafélaga og íþróttagreina að velja og því eru stöðugt auknar líkur á að fleiri börn en nokkru sinni fyrr finni sér verðuga íþrótt eða tómstund til að glíma við. Heilsubærinn Hafnarfjörður hefur það yfirmarkmið að bæta vellíðan bæjarbúa. Að auka við stuðning til íþróttafélaga og gefa þeim tækifæri til að bera aukna ábyrgð á rekstri mannvirkja mun vonandi auka við gæði innra starfs félaganna.
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…