Jákvæðar breytingar hjá Björkunum

Fréttir

Frá og með næstu mánaðarmótum tekur Fimleikafélagið Björk formlega við rekstri á  þeim íþróttamannvirkjum sem félaginu tengjast. 

 

Forsvarsmenn Bjarkanna líta mjög jákvæðum augum á þessa breytingu og sjá nú tækifæri í því að byggja upp enn sterkara íþróttafélag með enn betri þjónustu.

 

Nýr rekstrarsamningur milli sveitarfélags og Bjarkar

 

Nýverið var undirritaður samningur milli Hafnarfjarðar og Fimleikafélagsins Bjarkar varðandi rekstur á íþróttamiðstöðinni Björk. Frá og með næstu áramótum taka Bjarkirnar að sér að reka íþróttamannvirkin sem nýtt hafa verið til þessa af félaginu og verður framlag Hafnarfjarðarbæjar jafnt því og það hefði kostað sveitarfélagið að reka íþróttamannvirkin. Engar breytingar verða á högum starfsfólks. Núverandi framkvæmdastjóri Bjarkar kemur á nýju ári til með annast að öllu leyti daglegan rekstur Íþróttamiðstöðvarinnar fyrir hönd aðalstjórnar Bjarkar. Hafnarfjarðarbær nýtir áfram íþróttasali, útisvæði og búnings- og baðaðstöðu í íþróttamiðstöðinni til notkunar fyrir skólaíþróttir og íþróttir félags eldri borgara.

Ábendingagátt