Jákvæðar forvarnir hafa áhrif

Fréttir

Í sex ár hefur Jón Ragnar Jónsson söngvari, skemmtikraftur, hagfræðingur, fótboltamaður og jákvæð fyrirmynd heimsótt alla nemendur í 8. bekkjum Hafnarfjarðar með fræðslu um heilbrigðan lífstíl og tóbaksvarnir. Jón nær vel til krakkanna og hefur árangurinn ekki látið á sér standa.

Í sex ár hefur Jón Ragnar Jónsson söngvari, skemmtikraftur, hagfræðingur, fótboltamaður og jákvæð fyrirmynd heimsótt alla nemendur í 8. bekkjum Hafnarfjarðar með fræðslu um heilbrigðan lífstíl og tóbaksvarnir. Jón nær vel til krakkanna og hefur árangurinn ekki látið á sér standa.

Krabbameinsfélagið og Hafnarfjarðarbær standa að þessu verkefni ásamt Jóni sjálfum sem ræðir málin opinskátt og af sinni alkunnu snilld. Árið 2010 var neysla unglinga á munntóbaki í sögulegu hámarki og þótti borðleggjandi að jákvæðar forvarnir væru líklegri til árangurs en aðrar aðferðir. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og hefur notkun munntóbaks í Hafnarfirði farið úr því að vera 10% árið 2010 í 1% í lok árs 2016. 

JonJonssonArangur2017

Jákvæðar forvarnir snúast m.a. í kringum það að ýta undir með ýmsum hætti það sem er skemmtilegt og eftirsóknarvert og hvetja ungt fólk til að lifa heilbrigðu líferni. Í heimsóknum sínum talar Jón  sannarlega gegn munntóbaksneyslu og syngur m.a. ástarlag þar sem munntóbak kemur við sögu og virkjar krakkana til umhugsunar um það er sem skiptir raunverulegu máli í lífinu. Hafnfirskir skólar hafa frá upphafi tekið framtakinu fagnandi og kennarar lýst yfir mikilli ánægju með þessa jákvæðu innspýtingu sem virkar vel á unga fólkið og skapar umræðugrundvöll milli kennara og nemenda um forvarnir, lífstíl og vímuefni.

Ábendingagátt