Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þórdís Eva Steinsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, var kjörin íþróttakona Hafnarfjarðar á Íþróttahátíð Hafnarfjarðar sem fram fór 27. desember. Hún stefnir á mörg landsliðsverkefni á næstu árum og segir mikilvægt að trúa á sig og treysta þjálfaranum.
Eftir gott keppnisár þá segir Þórdís það hafa verið mikinn heiður að fá að verða fyrir valinu sem íþróttakona Hafnarfjarðar. „Það hvetur mig mikið áfram á komandi á ári.“ Spurð um markmið fyrir árið 2020 og mögulegar breytingar á döfinni segir Þórdís Eva að markmið hennar verði bætingar í sínum greinum. „Það er spennandi að sjá hvort ég mun ná mínum markmiðum þar sem ég er komin með nýjan þjálfara. Ragnheiður Ólafsdóttir hætti í fyrra og Trausti Stefánsson tók við.“
Þórdís Eva, ásamt Antoni Sveini McKee, íþróttakarli Hafnarfjarðar 2019 og Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Mynd: Olga Björt Þórðardóttir
Systkinin hvetja hvort annað áfram
Þrátt fyrir ungan aldur er Þórdís búin að vera í fremstu röð töluvert lengi, m.a. Íslandsmeistari í 800m hlaupi 2013, aðeins 13 ára gömul. „Ferillinn minn hefur ekki alltaf verið einn samfelldur tröppugangur upp á við. Ég meiddist í fætinum veturinn 2017 og var í smá tíma að koma mér á sama stað en gengur samt sem áður vel í dag. Mér finnst raunhæft að geta stefnt á mörg landsliðsverkefni á næstu árum,“ segir Þórdís bjartsýn. Frjálsíþróttamaðurinn Hinrik Snær, tvíburabróðir Þórdísar, er einnig í fremstu röð. Spurð um hvort þeirra samband í tengslum við sportið segir Þórdís mjög gott sé að hafa Hinrik með sér á æfingum. „Það er alls ekki neinn systkinarígur heldur frekar bara samkeppni og erum við dugleg að hvetja hvort annað áfram.“
Frjálsíþróttahúsið breytti miklu
Aðstaðan hjá FH hefur heldur betur breyst á undanförnum árum. Hverju breytti það og hversu mikilvægt er að hafa góðar fyrirmyndir? „Það að hafa frjálsíþróttahús er mjög gott. Við vorum hér áður fyrr að keyra inn í Laugardal eða æfa í handboltasalnum í Krikanum. Við getum nánast allt eftir að aðstaðan breyttist. Það er gott að hafa mikilvægar fyrirmyndir til að líta upp til og einnig mikil hvatning.“ Að lokum vill Þórdís koma því á framfæri til þeirra sem sjá hana sem fyrirmynd: „Hafa trú því sem maður gerir og treysta þjálfaranum. Svo borgar sig alltaf að vera jákvæð á æfingum því annars gengur ekki mikið upp.“
Viðtal við íþróttakonu Hafnarfjarðar 2019 var birt í Hafnfirðingi 8. janúar 2020
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…