Jákvætt umhverfi og upplifun

Fréttir

Krónan þykir góð fyrirmynd fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. við hönnun og framkvæmdir er leitað leiða við að gera verslun og umhverfi sem snyrtilegast og aðgengilegast fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Fyrirtækið fékk á dögunum viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir snyrtileika.

 

Krónan er eitt þeirra fyrirtækja sem nú í ágúst hlaut viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar fyrir snyrtileika, góða umgengni og faglegt framlag til umhverfismála. „Við hjá Krónunni erum þakklát og stolt af þessari viðurkenningu. Allir aðilar sem komu að byggingu Krónunnar á Flatahrauni lögðust á eitt við það að gera verslunina og umhverfi hennar sem snyrtilegast og aðgengilegast fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Við hönnun og framkvæmd var leitað leiða til þess að vinna með hagkvæmar lausnir og skapa umhverfi sem styður við jákvæða upplifun viðskiptavinarins, allt frá lokuðum kælum til að minnka orkusóun,  yfir í frágang á lóð“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar en Krónan býður, fyrst verslana í Hafnarfirði, upp á græn bílastæði með hleðslustaurum. Verslun Krónunnar á Flatahrauni þykir björt og rúmgóð og framboð af ferskvöru og hollri vöru til fyrirmyndar. „Við leggjum áherslu á að stunda heilbrigða viðskiptahætti í samvinnu við birgja með hollustu í fyrirrúmi og viljum að Krónan sé fyrirmyndarvinnustaður, þar sem launajafnrétti ríkir og áhersla lögð á þjálfun, öryggi og heilsu starfsfólks.  Við vinnum af ábyrgð og höfum þannig jákvæð áhrif á umhverfið. Við þekkjum þau víðtæku og jákvæðu áhrif sem Krónan getur haft á samfélagið og því ætlum við að standa okkur og vanda okkur vel“ segir Ósk Heiða. Meðal daglegra áhersluatriða Krónunnar eru minni mengun og sóun verðmæta, endurvinnsla, endurnýting, orkusparnaður og verkefni tengd minnkun matarsóunar. Þannig er m.a. skilgreint hvað og hvernig flokka eigi úrgang til endurvinnslu, hann greindur og mældur og upplýsingar sýnilegar starfsmönnum. Allir starfsmenn gegna stóru hlutverki og eru ábyrgir fyrir verkefnum tengdum umhverfismálum.

 

Viðtal við Ósk Heiðu Sveinsdóttur birtist í Fjarðarfréttum fimmtudaginn 15. september 2016.

Snyrtileikinn 2016 – viðurkenningar til fyrirtækja

Fyrirtækin Héðinn, Krónan, Te & kaffi þykja góðar fyrirmyndir fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. Þau fengu á dögunum viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir snyrtileika. Með þessum viðurkenningum vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því að beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda.

Hreinsunaráskorun til fyrirtækja í Hafnarfirði

Dagana 15. – 30. september stendur hafnfirskum fyrirtækjum til boða að skila timbri og járni í þar til gerða gáma á þremur stöðum í Hafnarfirði.  Með þessu vill Hafnarfjarðarbær færa þjónustuna nær fyrirtækjunum og hvetja þannig fleiri til þátttöku í því að gera iðnaðarhverfin í Hafnarfirði snyrtilegri. Hrein ásýnd hefur áhrif á upplifun og viðskipti og beint framlag allra fyrirtækja skiptir miklu máli fyrir ásýnd atvinnu- og iðnaðarhverfa í Hafnarfirði.

Sjá kort með staðsetningu gáma hér

Ábendingagátt