Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Krónan þykir góð fyrirmynd fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. við hönnun og framkvæmdir er leitað leiða við að gera verslun og umhverfi sem snyrtilegast og aðgengilegast fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Fyrirtækið fékk á dögunum viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir snyrtileika.
Krónan er eitt þeirra fyrirtækja sem nú í ágúst hlaut viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar fyrir snyrtileika, góða umgengni og faglegt framlag til umhverfismála. „Við hjá Krónunni erum þakklát og stolt af þessari viðurkenningu. Allir aðilar sem komu að byggingu Krónunnar á Flatahrauni lögðust á eitt við það að gera verslunina og umhverfi hennar sem snyrtilegast og aðgengilegast fyrir viðskiptavini og starfsmenn. Við hönnun og framkvæmd var leitað leiða til þess að vinna með hagkvæmar lausnir og skapa umhverfi sem styður við jákvæða upplifun viðskiptavinarins, allt frá lokuðum kælum til að minnka orkusóun, yfir í frágang á lóð“ segir Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar en Krónan býður, fyrst verslana í Hafnarfirði, upp á græn bílastæði með hleðslustaurum. Verslun Krónunnar á Flatahrauni þykir björt og rúmgóð og framboð af ferskvöru og hollri vöru til fyrirmyndar. „Við leggjum áherslu á að stunda heilbrigða viðskiptahætti í samvinnu við birgja með hollustu í fyrirrúmi og viljum að Krónan sé fyrirmyndarvinnustaður, þar sem launajafnrétti ríkir og áhersla lögð á þjálfun, öryggi og heilsu starfsfólks. Við vinnum af ábyrgð og höfum þannig jákvæð áhrif á umhverfið. Við þekkjum þau víðtæku og jákvæðu áhrif sem Krónan getur haft á samfélagið og því ætlum við að standa okkur og vanda okkur vel“ segir Ósk Heiða. Meðal daglegra áhersluatriða Krónunnar eru minni mengun og sóun verðmæta, endurvinnsla, endurnýting, orkusparnaður og verkefni tengd minnkun matarsóunar. Þannig er m.a. skilgreint hvað og hvernig flokka eigi úrgang til endurvinnslu, hann greindur og mældur og upplýsingar sýnilegar starfsmönnum. Allir starfsmenn gegna stóru hlutverki og eru ábyrgir fyrir verkefnum tengdum umhverfismálum.
Viðtal við Ósk Heiðu Sveinsdóttur birtist í Fjarðarfréttum fimmtudaginn 15. september 2016.
Fyrirtækin Héðinn, Krónan, Te & kaffi þykja góðar fyrirmyndir fyrirtækja í snyrtimennsku og almennri umgengni. Þau fengu á dögunum viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ fyrir snyrtileika. Með þessum viðurkenningum vill Hafnarfjarðarbær vekja áhuga almennings á fegrun umhverfis innan bæjarins með því að beina athyglinni að þeim sem til fyrirmyndar teljast og ættu þannig að vera öðrum hvatning til framkvæmda.
Dagana 15. – 30. september stendur hafnfirskum fyrirtækjum til boða að skila timbri og járni í þar til gerða gáma á þremur stöðum í Hafnarfirði. Með þessu vill Hafnarfjarðarbær færa þjónustuna nær fyrirtækjunum og hvetja þannig fleiri til þátttöku í því að gera iðnaðarhverfin í Hafnarfirði snyrtilegri. Hrein ásýnd hefur áhrif á upplifun og viðskipti og beint framlag allra fyrirtækja skiptir miklu máli fyrir ásýnd atvinnu- og iðnaðarhverfa í Hafnarfirði.
Sjá kort með staðsetningu gáma hér
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…