Janus heilsuefling tekur á móti nýjum 65+ hópi í febrúar

Fréttir

Fjölþætt heilsuefling 65+ er verkefni á vegum Janusar heilsueflingar og Hafnarfjarðarbæjar fyrir einstaklinga 65 ára eða eldri sem eru með lögheimili í Hafnarfirði. Verkefnið hefur verið í gangi síðan í janúar 2018 og nú í febrúar býðst fleirum 65+ ára að taka þátt!

Skráning í fjölþætta heilsueflingu 65+ í Hafnarfirði stendur yfir

Fjölþætt heilsuefling 65+ er verkefni á vegum Janusar heilsueflingar og Hafnarfjarðarbæjar fyrir einstaklinga 65 ára eða eldri sem eru með lögheimili í Hafnarfirði. Verkefnið hefur verið í gangi síðan í janúar 2018 og nú í febrúar býðst fleirum 65+ ára að taka þátt! Kynningarfundur verður haldinn í Hraunseli að Flatahrauni 3 fimmtudaginn 9. febrúar kl. 17 og eru allir áhugasamir hvattir til að mæta.

Ný hópur verður tekinn inn í febrúar 2023

Lagt er upp með markvissa þol- og styrktarþjálfun, reglubundnar heilsufarsmælingar, fræðslu og ráðgjöf um holla næringu og aðra heilsueflandi þætti. Markmið með þátttöku í verkefninu er að bæta afkastagetu og hreyfifærni þrátt fyrir hækkandi aldur. Einnig er markmiðið að gera einstaklinginn hæfari til að hægja á öldrunareinkennum með markvissri þjálfun svo hann geti meðal annars sinnt athöfnum daglegs lífs lengur og búið lengur í sjálfstæðri búsetu.

Innifalið fyrir þátttakendur:

  • Styrktarþjálfun með þjálfara í Reebok Fitness Tjarnarvöllum 2x í viku
  • Þolþjálfun með þjálfara 1x í viku
  • Aðgangur að heilsu-appi Janusar heilsueflingar og þjálfunaráætlanir fyrir alla daga vikunnar
  • Reglulegir fyrirlestrar frá læknum, næringarfræðingum, sjúkraþjálfurum og öðrum sérfræðingum
  • Ítarleg heilsufarsmæling á 6 mánaða fresti hjá Janusi heilsueflingu
  • Rafrænir heilsupistlar og annar fróðleikur um hollan lífsstíl
  • Aðgangskort í Reebok Fitness og aðgangur að lokuðum Facebook hópi með heilsutengdum stuðningi

Nánari upplýsingar og umsókn um þátttöku 

Ábendingagátt