Jól og áramót 2020 á tímum Covid19

Fréttir

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar fyrir jól og áramót. Allar nýjustu upplýsingar er að finna á vefnum covid.is 

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir
hafa gefið út leiðbeiningar fyrir jól og áramót . Allar nýjustu upplýsingar er að finna á Covid.is 

Það sem hafa þarf í huga yfir hátíðarnar vegna COVID-19

Aðventan er gengin í garð og undirbúningur hátíðanna nær fljótlega hámarki. Rík hefð er fyrir því að fólk komi saman og njóti samverunnar og alls þess sem hátíðarnar hafa upp á að bjóða. Fyrir mörg okkar verður þessi tími frábrugðinn því sem við erum vön líkt og með annað á þessu ári. Samt sem áður höfum við ýmsa möguleika á því að gleðjast saman. Sumar athafnir fela í sér meiri áhættu en aðrar og þessar leiðbeiningar innihalda ráðleggingar um það hvernig gott sé að haga málum yfir hátíðarnar.

  • Njótum rafrænna samverustunda
  • Eigum góðar stundir með heimilisfólkinu
  • Veljum jólavini (hverja við ætlum að hitta yfir hátíðarnar)
  • Hugum að heilsunni og stundum útivist í fámennum hópi
  • Verslum á netinu ef hægt er
  • Verum tilbúin með innkaupalista þegar farið er að versla
  • Kaupum máltíðir á veitingastöðum og tökum með heim
  • Ef við finnum fyrir einkennum sem bent geta til COVID-19 þá er mikilvægt að vera heima, fara í próf og vera í einangrun þar til niðurstaða liggur fyrir.

Ítarlegri og nánari upplýsingar er að finna á Covid.is – þar eru allar upplýsingar uppfærðar um leið og einhverjar breytingar eiga sér stað. 

Áríðandi er að við verndum viðkvæma hópa og verndum þá yfir hátíðarnar.

Gleðilega hátíð!

Ábendingagátt