Jólaaðdragandinn sem konfektmolar á bókasafninu

Fréttir Jólabærinn

Spjall við hina ýmsu rithöfunda og fjölþjóðlegir jólasveinar eru konfektmolar Bókasafns Hafnarfjarðar fyrir þessi jól. Hressandi viðburðir sem gaman er að taka þátt í.
Stóra númerið, Kynstrin öll, er stefnumót við fjóra rithöfunda.

Jólin eru á bókasafninu

Spjall við hina ýmsu rithöfunda og fjölþjóðlegir jólasveinar eru konfektmolar Bókasafns Hafnarfjarðar fyrir þessi jól. Hressandi viðburðir sem gaman er að taka þátt í.
Stóra númerið, Kynstrin öll sem er stefnumót við fjóra rithöfunda, verður föstudagskvöldið 6. desember kl. 19:30. Hallgrímur Helgason, Nanna Rögnvaldar, Dagur Hjartarson og Ragnheiður Jónsdóttir mæta á þetta árlega jólabókakvöld. Bókmenntafræðingurinn Hjalti Snær Ægisson leiðir spjallið og höfundarnir lesa úr bókum sínum á meðan áhorfendur geta notið smá rauðvínstárs.

 

Rithöfundarnir Sunna Dís og Ófeigur í kaffispjalli

Jólin eru tími bókanna og þriðjudagar tími með höfundum þeirra á Bókasafni Hafnarfjarðar. Uppskeruhátíð rithöfundanna nálgast og áhugavert að fá innsýn í störf þeirra.

Ekki missa af Sunnu Dís Másdóttur þann 19. nóvember og fyrstu skáldsögu hennar Kul en hún hefur áður gefið út ljóðabók og er ein Svikaskálda sem hafa gert fjölda verka. Ófeigur Sigurðsson mætir svo 26. nóvember með sjöundu skáldsögu sína Skrípið.

Þessir viðburðir eru kl. 17:30.

 

Dagskráin

• 19. nóvember Sunna Dís Másdóttir og bókin hennar Kul kl. 17:30
• 26. nóvember Ófeigur Sigurðsson og sjöunda bókin hans Skrípið kl. 17:30
• 30. nóvember Leikarar lesa úr Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson sem kom út 1957
• 6. desember Kynstrin öll. Frábær stund með Hallgrími Helgasyni, Nönnu Rögnvaldar, Degi H jartarsyni og Ragnheiði Jónsdóttur sem hefst kl. 19:30
• 7. desember Jólin með pólskum og íslenskum jólasveini kl. 13-15

 

Mynd/Óli Már. Hjalti Snær Ægisson bókmenntafræðingur leiðir spjallið við rithöfundana. 

Ábendingagátt