Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hrafnhildur Emma Björnsdóttir, “Hremma” er hafnfirsk listakona og rithöfundur sem vann að því síðastliðið sumar og í haust að skrifa og myndskreyta jóladagatal um þau Kötlu og Leó. Hremma mun lesa nokkra kafla úr jóladagatali sínu Jólaævintýri Kötlu og Leós laugardaginn 10. desember kl. 14 í Hamrinum ungmennahúsi.
Hrafnhildur Emma Björnsdóttir, “Hremma” er hafnfirsk listakona og rithöfundur sem vann að því síðastliðið sumar og í haust að skrifa og myndskreyta jóladagatal um þau Kötlu og Leó. Hremma fékk hugmyndina að jólaævintýri Kötlu og Leós árið 2018 þegar Hugmyndadagar RÚV auglýstu eftir jólaefni. Hugmyndin hefur þróast mikið síðan þá, sjónvarpsefnið varð að bók, síðan að teiknimyndasögu og aftur að bók. Lokaverkefni Hremmu í diplómanámi í skapandi greinum hjá Háskólanum á Bifröst var handrit að 24 köflum um systkinin Kötlu og Leó. Hún notaði svo sumarið til að vinna bók upp úr handritinu og myndskreyta.
Viðburðurinn á Facebook
Þökk sé skapandi sumarstörfum Hafnarfjarðarbæjar þá gafst Hremmu langþráður tími til að vinna verkefni sem hefur verið á hugmyndastigi frá árinu 2018, fullvinna 24 kafla og teikna myndir sem listakonan síðar sendi á Borgarbókasafnið í Reykjavík og vann jóladagatalskeppni. Styttri útgáfa sögunnar birtist núna daglega til jóla en á næsta ári vonast Hremma til að geta gefið út lengri útgáfu sögunnar sem bók. Rithöfundurinn Hremma mun lesa nokkra kafla úr jóladagatali sínu Jólaævintýri Kötlu og Leós laugardaginn 10. desember kl. 14 í ungmennahúsinu Hamrinum að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði.
„Jólaævintýri Kötlu og Leós“ fjallar um ævintýri systkinanna, Kötlu og Leó, og pabba þeirra, Grím og Kára, í aðdraganda jólanna. Fjölskyldan kveikir á fjórum aðventukertum, verslar jólagjafir í Kringlunni og krakkarnir fá gjafir í skóinn frá 13 þekktum bræðrum. Á Þorláksmessu borða þau skötu og á aðfangadag er jólamaturinn klukkan sex, strax eftir að bjöllurnar hringja í útvarpinu. Systkinin komast að leyndarmáli jólasveinanna og uppgötva að jólin eru í hættu. Einnig koma við sögu jarðhræringar, björgunarleiðangur og tilraun Grýlu til að læra á snjallsíma. Allar sögur Hremmu innihalda fjölbreyttar persónur og Jólaævintýri Kötlu og Leós er þar engin undantekning. Sagan endurspeglar hversdagslegan fjölbreytileika og séríslenskar jólahefðir.
Hrafnhildur Emma eða Hremma er fædd í Bandaríkjunum árið 1998 en flutti í Hafnarfjörðinn árið 2000 og hefur búið þar síðan. Hún keypti sína fyrstu íbúð í Hafnarfirði á síðasta ár með unnustu sinni og líkar vel. Hremma lærði leiklist í Fjölbrautaskóla Garðabæjar og útskrifaðist þaðan vorið 2017. Árið 2019 fór hún í Musik og Teaterhøjskolen í Toftlund í Danmörku, kláraði diplómanám í skapandi greinum hjá Háskólanum á Bifröst árið 2021 og stundar nú nám í bókmenntafræði og ritlist við Háskóla Íslands. Áhugi á leiklist, sögum og leikhúsi hefur ætíð verið til staðar. Hremma hef leikið í þó nokkrum sýningum, skrifað fjögur mislöng leikverk, leikstýrt, verið sýningastjóri, búið til leikmuni og saumað búninga svo eitthvað sé nefnt. Á starfsferli sínum hefur Hremma mest unnið með börnum og því ekki undarlegt að hún skrifi mikið fyrir börn.
Sumarið 2021 ákvað Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Hamarinn ungmennahús að endurvekja verkefnið “Skapandi sumarstörf” sem hafði verið starfrækt sumarið 2017. Þá bauðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Í gegnum skapandi sumarstörf fá valdir hópar tækifæri til að starfa við ýmis skapandi verkefni á ýmsum sviðum lista sem lífga upp á mannlífið í bænum, gleðja ferðamenn og íbúa með einum eða öðrum hætti. Verkefnin eru fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða. Klara Ósk Elíasdóttir er verkefnastýra Skapandi sumarstarfa.
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…