Jólabærinn — Fjörður sameinar feðginin

Fréttir Jólabærinn

Feðginin Guðrún María og Guðmundur Bjarni Harðarson hafa skipulagt og stýrt stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar ásamt góðu fólki fyrirtækisins.

Jólin í Hafnarfjarðarbæ

Feðginin Guðrún María og Guðmundur Bjarni Harðarson sofna jafnvel ofan í súpuskálina hlið við hlið við jólaborðið þetta árið. Saman hafa þau skipulagt og stýrt stækkun verslunarmiðstöðvarinnar Fjarðar ásamt góðu fólki fyrirtækisins. Einnig verða 18 hótelíbúðir í byggingunni og 31 lúxusíbúð í þessu hjarta Hafnarfjarðar. Þessi grein birtist í Jólablaði Hafnarfjarðarbæjar.

„Við getum ekki beðið eftir að sjá nýja bókasafnið verða opnað á annarri hæð hússins,“ segir Guðmundur Bjarni. Fjöldi verslana verður í nýja Firði, þar á meðal Gina Tricot, Lindex, A4, Kona, Skóhöllin, Lyf og heilsa, Augastaður, Leikfangaland og verslun með herraföt. Þá verður gourmet-matarverslun í Firði.

„Það verður kósí að koma inn í Fjörð í aðdraganda jólanna,“ segir Guðrún María. Feðginin hafa unnið saman síðustu þrjú árin að uppbyggingunni. „Ég er með skipulagið og pabbi hugmyndirnar. Við erum fullkomið teymi. Ég dreg hann niður á jörðina,“ segir hún og hlær. Hann lítur upp.

„Ég framkvæmi og hún segir mér hvað er raunhæft,“ segir Guðmundur. „Við vinnum sérlega vel saman.“ Guðmundur segir verslunarmiðstöðina verða þá einu hér á landi tengda verslunargötu, Strandgötunni þar sem er fjöldi annarra verslana.

„Já, við hlökkum til að taka á móti Hafnfirðingum.“ Guðrún María tekur við: „Stemningin verður mild. Hingað verður hlýlegt að koma og þetta verður samkomustaður fyrir bæjarbúa sem munu geta varið öllum deginum hér.“

En geta þau tvö skilið að vinnu og fjölskyldulíf? Þau hlæja. „Við förum út að borða með mömmu og systur minni og við pabbi tölum um vinnuna. Þeim finnst það ekki gaman,“ segir hún.

„Vinnan er sameiginlegt áhugamál. Ég er ekki í Crossfit eða hestum, ég er í vinnunni og starfið fær meiri þýðingu að vinna með pabba,“ segir Guðrún og hann samsinnir. En hvað þegar allt er frá? „Þá finnum við nýtt verkefni,“ segir Guðmundur og brosir.

Myndatexti: Guðrún María og Guðmundur hafa síðustu ár unnið að uppbyggingu Fjarðar. Feðginin vinna einstaklega vel saman.

 

Jólablað Hafnarfjarðar 2025 – vefútgáfa:

 

Lúxus í firðinum fagra

Níu fjörður er ekki aðeins verslunarmiðstöð. Á efri hæðum byggingarinnar sem snýr að Strandgötu eru 18 glæsilegar hótelíbúðir. Fjölbreyttar lúzusíbúður eru svo á 2. -7. hæð sem þegar eru komnar í sölu. Þær eru 31.

Ábendingagátt