Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nú á Þrettándanum – þrettánda og síðasta degi jóla – vill starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar nota tækifærið og þakka innilega fyrir hlýlega og ánægjulega samveru á aðventunni og yfir jólahátíðina.
Nú á Þrettándanum – þrettánda og síðasta degi jóla – vill starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar nota tækifærið og þakka innilega fyrir hlýja og góða samveru á aðventunni og yfir jólahátíðina. Hafnarfjörður hefur sjaldan verið eins hátíðlegur og fallegur og það fyrir samstillt átak allra; íbúa, fyrirtækja og starfsfólks. Sérstök athygli er vakin á því að vegna samkomutakmarkanna verða jólin ekki kvödd með þrettándagleði á Ásvöllum annað árið í röð.
Í vikunni fyrir jól voru veitt verðlaun fyrir best skreyttu húsin og bestu skreyttu götuna í Hafnarfirði. Enn og aftur fengu íbúar Furuvalla 13-25 verðlaunaskjöldinn fyrir best skreyttu götuna. Furuvellirnir eru sannkölluð jólastuðgata og ekki annað hægt en að komast í gott jólaskap að koma við í götunni. Þá fékk Lækjarhvammur viðurkenningu og hrós fyrir fallega skreytta götu í Hvömmunum og Svöluás 2 – 32 fékk viðurkenningu fyrir smekklega og fallega götu.
Á aðventunni varð gamall draumur margra um skautasvell í heilsubænum Hafnarfirði að veruleika þegar Hjartasvellið opnaði í miðbænum í samstarfi við Bæjarbíó. Jólin hafa því breitt úr sér um allan miðbæinn og jólabærinn Hafnarfjörður skinið skærar en nokkru sinni og laðað að gesti alls staðar frá. Hjartasvellið hefur fengið góðar móttökur og 3.000 manns skellt sér á skauta frá því opnað var um miðjan desember. Hjartasvellið er frábær afþreying, upplifun og hreyfing fyrir alla fjölskylduna og verður a.m.k. opið út janúar og hægt að bóka skautaferð á hjartasvellid.is en frítt er í fyrstu ferðirnar alla virka daga.
Ljósadýrðin í Hellisgerði mun lifa áfram fram yfir Vetrarhátíð sem fram fer fyrstu helgina í febrúar. Þessi leynda perla og lystigarður Hafnfirðinga hefur nú á aðventunni stimplað sig rækilega inn meðal landsmanna sem aðlaðandi garður til útivistar, samveru og upplifunar með fjölskyldu og vinum. Þessi gullfallegi garður, sem hefur til þessa verið mikið notaður af Hafnfirðingum og þá sér í lagi yfir vor- og sumartímann fyrir leik og nestisferðir, hefur að geyma margar sögurnar og minningarnar fyrir Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar og hefur án efa skapað nýjar og góðar minningar þessa aðventuna bæði fyrir þá sem þekktu garðinn fyrir og þeirra sem voru að upplifa garðinn í fyrsta sinn. Þar risu nýlega tvö hlýleg og vinaleg gróðurhús beggja vegna Oddrúnarbæjar þar sem töfrum prýtt kaffihúsið Litla Álfabúðin hefur verið rekin frá árinu 2020. Þar er hægt að kaupa ilmandi kaffi, margar tegundir af spennandi tei, kökur og bakkelsi allar helgar í vetur.
Hellisgerði er garður og sameign allra Hafnfirðinga og vonir standa til þess að allir taki virkan þátt í að vernda og passa upp á þessa fallegu náttúruperlu og þá líka þá ljósadýrð sem opin er öllum næstu daga og vikur á meðan sól tekur að hækka á lofti. Njótum!
Laufléttur og snjall ratleikur um Hellisgerði sem Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar á öllum aldri gátu tekið þátt í var endurtekinn í ár og sló rækilega í gegn, en 207 aðilar á aldrinum fjögurra mánaða til 58 ára voru skráðir til leiks! Það má með sanni segja að jólaandinn hafi svifið yfir bænum í ár og hvatt bæjarbúa og gesti til öruggrar samveru í hlýlegu – jafnvel töfrandi – umhverfi Hellisgerðis.
Nú hefur Grýla gruggað í pottinum sínum og dregið út fjóra vinningshafa af handahófi úr réttum svörum og fá fjórir þátttakendur vinning, líkt og á síðasta ári. Vinningshafarnir fá að launum bókagjafir eftir aldri, en þeir eru á bilinu 9 til 22 ára og þegar hefur verið haft samband við vinningshafana.
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…