Jólabærinn. Sveinkar í sing-a-long

Fréttir Jólabærinn

Syngdu með Sveinka eru 25 sýningar sem hver tekur 30 mínútur þar sem áhorfendur taka þátt í að syngja jólin inn með jólasveinunum.

Syngdu með Sveinka eru 25 sýningar sem hver tekur 30 mínútur þar sem áhorfendur taka þátt í að syngja jólin inn með jólasveinunum.

Jólasveinarnir syngja öll helstu jólalög okkar landsmanna. Það besta er þó að áhorfendur syngja með. Svo eru sagðar sögur, sýnd galdrabrögð og allt reynt til að skemmta ungum sem öldnum.

Öll sem vilja, fá tækifæri til að láta taka mynd af sér með jólasveininum í lok sýningar. Börnin fá einnig gjöf úr pokanum hjá jólasveinunum.

 

Hverjir eru þið?

K: „Já ég heiti Kertasníkir.“

H: „Og ég heiti Hurðaskellir.“

G: „Og ég er Gluggagægir.“

K: „Við erum leppalúðasynir – Já og grýlusynir.“

 

Eiríkur Hafdal, hjá Sveinki.is, heldur utan um alla þræði svo sveinkarnir mæti á réttan stað á réttum tíma. „Við erum búnir að vera með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár að setja upp svona sýningu með jólasveinunum. Þetta verður sannkölluð jólaupplifun fyrir börnin og ekki síður fullorðna,“ segir hann.

„Sveinkarnir hafa búið til sína eigin útgáfu af þekktum lögum sem verða flutt á sýningunni með þeim gömlu góðu.“ Það er ljóst að hann er spenntur. „Þeir hafa líka verið að æfa sig að galdra og ætla að sína listir sínar þar líka.“

Ljóst er að sveinkarnir eru líka spenntir. „Við munum syngja í svona óhljóðakerfi.“ Kertasníkir leiðréttir strax. „NEI HLJÓÐKERFI.“ Gluggagægir: „Já, meinti það.“

Eiríkur segir tvo sveinka á sviði í hvert sinn. „Kertasníkir, Hurðaskellir og Gluggagæir munu skiptast á að vera.“

 

Hvar? Skátaheimili Hraunbúa í Hraunbyrgi í Hafnarfirði

Hvenær? Frá 23. nóvember – 21. desember

Hvað kostar? Miðinn kostar 2.800 krónur og má nálgast á Tix.is

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:

Nálgast má jólablaðið á öllum okkar söfnum og sundlaugum? Líka í þjónustuveri.

_______

sveinki.is

Ábendingagátt