Við erum jólabærinn. Jólablaðið er komið út

Fréttir Jólabærinn

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 er komið út! Jólablaðið er gefið út í sömu viku og Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar ár hvert. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði.

Jólin hefjast í Hafnarfirði með opnun á Jólaþorpinu

Jólabærinn Hafnarfjörður er hlýlegur og einstakur bær. Í jólabænum geta fjölskyldur og vinahópar upplifað hlýlega og afslappaða jólastemningu og skipulagt sína eigin jólaleið um bæinn sem getur í einni eða fleiri ferðum falið í sér upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingar og heilan helling af frískandi sjávarlofti fyrir alla fjölskylduna. Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar með hátíðardagskrá föstudaginn 15. nóvember.

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður – komdu fagnandi!

Í jólabænum geta fjölskyldur og vinahópar upplifað hlýlega og afslappaða jólastemningu og skipulagt sína eigin jólaleið um bæinn sem getur í einni eða fleiri ferðum falið í sér upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingar og heilan helling af frískandi sjávarlofti fyrir alla fjölskylduna. Hafnarfjarðarbær tekur fagnandi á móti jólahátíðinni og aðventunni með sínu árlega jólaþorpi, ljósadýrð og ævintýraveröld í Hellisgerði, Hjartasvelli og svo miklu fleiru.

Jólablað Hafnarfjarðar 2024

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 er komið út! Jólablaðið er gefið út í sömu viku og Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar ár hvert. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Efnið í jólablaðinu á það sameiginlegt að vera hluti af samfélaginu og því sem fær hjarta Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga til að slá. Jólablaðinu er dreift í 72.500 eintökum með aldreifingu Morgunblaðsins í ár auk þess að verða aðgengilegt eftir helgi í Fjarðarkaupum, Firði verslunarmiðstöð, þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg og Byggðasafni Hafnarfjarðar.

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:

Ábendingagátt