Jóladagatal bókasafnsins – bærinn og bæjarbragurinn

Fréttir

Í ár býður Bókasafn Hafnarfjarðar upp á splunkunýtt, frumsamið jóladagatal. Þættir dagatalsins eru 18 talsins og miðast þeir við virka daga svo að hægt sé að nýta þá í kennslu. Í þáttunum þarf Lestrar-lemúrinn, lukkudýr barna- og ungmennadeildar, að finna bókasafnið á ný eftir að hafa verið stolið af frekum máv. Snert er á helstu kennileitum bæjarins og einkennum hans, ásamt því að fjalla um þjóðsagnaarfinn og þjóðtrúna sem mótað hefur bæjarbraginn.

Í ár býður Bókasafn Hafnarfjarðar upp á splunkunýtt, frumsamið jóladagatal.  Þættir dagatalsins eru 18 talsins og miðast þeir við virka daga svo að hægt sé að nýta þá í kennslu. Í þáttunum þarf Lestrar-lemúrinn, lukkudýr barna- og ungmennadeildar, að finna bókasafnið á ný eftir að hafa verið stolið af frekum máv. Snert er á helstu kennileitum bæjarins og einkennum hans, ásamt því að fjalla um þjóðsagnaarfinn og þjóðtrúna sem mótað hefur bæjarbraginn.

JoladagatalBokasafns2021

Þættirnir fara í loftið fimm í senn, sem ætti að gefa kennurum og öðrum áhugasömum færi á að undirbúa hlustun. Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með bókasafni Hafnarfjarðar á aðventunni. Þetta og margt fleira skemmtilegt. 

Fyrstu þættir jóladagatalsins:

Jóladagatal fylgiefni 2021

Ábendingagátt