Jóladagskrá Byggðasafnsins

Fréttir

Í desember býður Byggðasafn Hafnarfjarðar leikskólabörnum úr Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögunum að koma í heimsókn í Sívertsens-húsið, hús Bjarna riddara Sívertsen og fjölskyldu hans við Vesturgötuna.

Í desember býður Byggðasafn Hafnarfjarðar leikskólabörnum úr Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögunum að koma í heimsókn í Sívertsens-húsið, hús Bjarna riddara Sívertsen og fjölskyldu hans við Vesturgötuna. Þar eru þeim sagðar sögur af lífinu í húsinu frá liðnum tíma. Meðal annars er sagt frá jólaeplunum, frá heimsókn danska krónprinsins sem þáði súkkulaði með rjóma og margt fleira áhugavert.

Að lokinni skoðunarferð um húsið slæst í hópinn rammíslenskur jólasveinn sem segir börnunum skemmtilegar sögur af sjálfum sér og bræðrum sínum, syngur, dansar og sprellar auk þess að sýna nokkur lauflétt töfrabrögð áður en að hann leysir þau út með góðum gjöfum.

Ábendingagátt