Jólagjafaverslun í heimabyggð – viltu vera með?

Fréttir

Í ár ætlar Hafnarfjarðarbær að gefa starfsfólki sínu stafræn gjafabréf í gegnum YAY gjafabréfa smáforritið í stað gjafabréfa á plasti. Fyrirtæki í Hafnarfirði hvött til að kynna sér YAY og jólagjafir til starfsfólks.

Fyrirtæki í Hafnarfirði hvött til að kynna sér YAY og jólagjafir til starfsfólks   

Það hefur færst í vöxt að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu stafræn gjafabréf í jólagjöf þar sem viðtakandi gjafar hefur úr mörgum og mismunandi valkostum að velja; allt frá upplifun í ákveðna vöru. Í ár ætlar Hafnarfjarðarbær að gefa starfsfólki sínu stafræn gjafabréf í gegnum YAY gjafabréfa smáforritið í stað gjafabréfa á plasti. Endurspeglar ákvörðunin græna vegferð sveitarfélagsins og heildarstefnu bæjarins til ársins 2035. Framleiðsla gjafabréfa á plasti til starfsfólks hefði annars samsvarað um 400 hálfs lítra plastflöskum. Nú hefur enn eitt græna og stafræna skrefið verið stigið, úr plasti yfir í síma.

YAY fyrir stafrænum gjafabréfum og verslun í heimabyggð

Sett verður upp sérstök valsíða fyrir starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar hjá YAY þar sem listuð verða upp þau hafnfirsku fyrirtæki sem skráð eru hjá YAY. Með þessu vill Hafnarfjarðarbær hvetja starfsfólk sérstaklega til verslunar í heimabyggð. Hafnfirsk fyrirtæki eru því hvött til að kynna sér YAY gjafabréfin og taka vel á móti þeim. Fyrirtækin þurfa að vera búin að skrá sig til leiks hjá YAY fyrir 1. desember til að vera með á jólagjafalista starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar.

Nánar á vef YAY

 

 

 

 

 

 

Ábendingagátt