Jólahefðir jólaraddar Hafnarfjarðar

Fréttir

Rakel Björk Björnsdóttir er söngkona og tónsmiður í hljómsveitinni ÞAU ásamt manninum sínum, Garðari Borgþórssyni.  Rakel ljær Hafnarfirði fallega rödd sína fyrir kynningar á jólabænum. Margt spennandi er framundan hjá Rakel í tónlistinni á aðventunni, m.a. tónleikar þar sem hún og nokkrar dívur gera óspart grín að jólastressinu.

Rakel er jólarödd Hafnarfjarðar

Rakel Björk Björnsdóttir er söngkona og tónsmiður í hljómsveitinni ÞAU ásamt manninum sínum, Garðari Borgþórssyni.  Rakel ljær Hafnarfirði fallega rödd sína fyrir kynningar á jólabænum. Margt spennandi er framundan hjá Rakel í tónlistinni á aðventunni, m.a. tónleikar þar sem hún og nokkrar dívur gera óspart grín að jólastressinu. „Fyrir mér eru jólin tækifæri til að koma saman, rifja upp góðar minningar, spila og eiga notalega stund. Ég hlakka mikið til jólanna í ár því við fjölskyldan fáum að upplifa þau í fyrsta skipti með dóttur minni Glóeyju.Börnin búa yfir svo fallegri einlægni og tærri ást sem við eigum til að gleyma eftir því sem við eldumst.“

Jólagangan með fjölskyldunni ómissandi

Rakel segir að Í Hafnarfirði þurfi ekki að leita langt til að komast í jólaskap, t.d. sé ómissandi að fara í jólagöngu með fjölskyldunni um bæinn og njóta þess sem þar er í boði. „Á aðfangadag er venja hjá stórfjölskyldunni að elda kalkún. Sætkartöflumúsin með kornflex-karamellukurlinu er algjörlega í uppáhaldi hjá mér og frændsystkinum mínum. Því gerum við yfirleitt eitt auka fat af henni til að eiga afgang daginn eftir.“

Sæt­kart­öflumús með korn­fl­ex-k­ara­melluk­urli

Fyr­ir 6-8

  • 4 sæt­ar kart­öfl­ur
  • 100 g syk­ur
  • 1 1/2 tsk lyfti­duft
  • 1/4 tsk salt
  • 3 egg
  • 100 g smjör, brætt
  • 1 1/2 tsk vanillu­drop­ar
  • Korn­fl­ex k­ara­mella
  • 3 msk smjör
  • 50 g púður­syk­ur
  • 1 1/2 bolli korn­fl­ex, mulið

Bræðið smjörið og setjið púður­syk­ur­inn sam­an við. Bætið þá korn­fl­ex­inu út í og hrærið vel.

Leiðbein­ing­ar

Stingið göt á kart­öfl­urn­ar með gaffli. Setjið í 180°c heit­an ofn í um klukku­stund eða þar til þær eru orðnar lin­ar. Skerið í tvennt og skafið kjötið úr þeim. Öllum hrá­efn­um fyr­ir kart­öflumús­ina er hrært vel sam­an. Sett í eld­fast mót og bakað í 20 mínútur og tekið út. Gerið kornflex kurlið og setjið yfir kart­öflumús­ina og látið aft­ur inn í ofn í 20 mín­út­ur.

Njótið vel!

Jólablað Hafnarfjarðar 2023

Þessi umfjöllun er hluti af efni í jólablaði Hafnarfjarðar 2023. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Jólablað Hafnarfjarðar er gefið út í sömu viku og Jólaþorpið opnar ár hvert og er dreift 72.500 eintökum. Jólablaðið hefur þann tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, gestum og gangandi, og varpa ljósi á hlýleikann og fjölbreytileikann sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í Hafnarfirði.

Jólablaðið er aðgengilegt í Fjarðarkaupum, Firði verslunarmiðstöð, þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Byggðasafni Hafnarfjarðar og í sundlaugum bæjarins.

Jólablað Hafnarfjarðar 2023 

Allt um jólabæinn Hafnarfjörð 

Ábendingagátt