Jólahjarta Hafnarfjarðar í Bæjarbíó á aðventunni

Fréttir

Bæjarbíó og Mathiesen stofan skipa mikilvægan sess í hjörtum bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar sem þangað sækja viðburði og upplyftingu á aðventunni. Ýmsir dagskrárliðir eru í boði sem fastagestir geta stólað á, ár eftir ár, en einnig er bryddað upp á nýjungum eins og rekstraraðilunum einum er lagið. Í ár töfrar Bæjarbíó fram tónlistarhátíðina Jólahjarta Hafnarfjarðar í allri sinni dýrð sem er með svipuðu sniði og aðrar tónlistarhátíðir tengdar Bæjarbíói – í upphituðu fagurlega skreyttu risatjaldi í bakgarðinum. Þar verða trúbadorar, skífuþeytar og „singalong“ sem kæta mannskapinn og hægt að kaupa hina margrómuðu humarsúpu frá Tilverunni. Frítt er inn á svæðið.

Bæjarbíó og Mathiesen stofan skipa mikilvægan sess í hjörtum bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar sem þangað sækja viðburði og upplyftingu á aðventunni. Ýmsir dagskrárliðir eru í boði sem fastagestir geta stólað á, ár eftir ár, en einnig er bryddað upp á nýjungum eins og rekstraraðilunum einum er lagið. Í ár töfrar Bæjarbíó fram tónlistarhátíðina Jólahjarta Hafnarfjarðar í allri sinni dýrð sem er með svipuðu sniði og aðrar tónlistarhátíðir tengdar Bæjarbíói – í upphituðu fagurlega skreyttu risatjaldi í bakgarðinum. Þar verða trúbadorar, skífuþeytar og „singalong“ sem kæta mannskapinn og hægt að kaupa hina margrómuðu humarsúpu frá Tilverunni.  Frítt er inn á svæðið.

5O5A3570Bæjarbíó og Mathiesen stofan skipa mikilvægan sess í hjörtum bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar

Opið í hádeginu og á kvöldin í desember 

Jólahjartað verður opið alla aðventuna og er opið bæði í hádeginu og á kvöldin frá 9. – 30. desember. Notaleg jólatónlist er í tjaldinu og óvænt atriði. Tilvalið fyrir m.a. fyrirtæki, pör, vinahópa, saumaklúbba og starfsmannafélög og er hægt að panta borð fyrirfram.  

Hafnarfjörður er ríkur af hæfu og vinsælu tónlistarfólki 

Hafnfirðingar hafa í áranna rás getað státað sig af afar hæfu og vinsælu tónlistarfólki. Meðal fjölmargra þeirra sem munu stíga á stokk í Bæjarbíói og í Jólahjartanu eru feðginin Björgvin Halldórsson og Svala Björgvinsdóttir í Litlu jólum Björgvins, bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson verða með ferna tónleika og Guðrún Árný Karlsdóttir stýrir singalong. 

Allar nánari upplýsingar má finna á tix.is

Jólablað Hafnarfjarðar 2021

Þessi umfjöllun er hluti af efni í jólablaði Hafnarfjarðar 2021. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Í jólablaðinu 2021 er meðal annars að finna umfjöllun um öðruvísi skemmtun, hefðir í hreyfingu, einstaka samheldni íbúa, hús tækifæranna í Hellisgerði, fjölskyldurekin fyrirtæki, norðurljós, töfrum prýdd kaffihús, girnilegar uppskriftir, mikilvægi þess að njóta og slaka, Jólahjartað og hjartasvellið sem opnar í desember, samstarfsverkefni samfélaginu til heilla og síðasta en ekki síst Jólaþorpið sem opnaði fyrstu helgina í aðventu.

Jólablað Hafnarfjarðar 2021

Ábendingagátt