Jólaskreytingakeppni 2022

Fréttir

Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess að setja upp stóru jólagleraugun í desember og senda ábendingu um það sem þeim þykir bera af í jólaskreytingunum í Hafnarfirði þetta árið.

Þú? Þið? Nágranninn? Vinafólkið? Foreldrarnir? Gömlu skólafélagarnir? Frábært fyrirtæki?

Bæjarbúar hafa heldur betur tekið hvatningunni um að skreyta hús sín og lýsa upp skammdegið vel og nú styttist óðum til jóla. Í jólabænum Hafnarfirði verða í desember veitt verðlaun fyrir best skreyttu íbúðarhúsin, best skreyttu götuna og best skreytta fyrirtækið í Hafnarfirði.

Setjum upp risastóru jólagleraugun og bendum á þá sem bera af í skreytingunum þetta árið

Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar eru hvattir til þess að setja upp stóru jólagleraugun í desember og senda ábendingu um það sem þeim þykir bera af í jólaskreytingunum í Hafnarfirði þetta árið. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar mun sjá um val á best skreytta húsinu.

Sendu inn þína ábendingu

Komdu ábendingu þinni á framfæri með því að fylla út formið hér fyrir neðan til og með 11. desember. Þar með er viðkomandi hús, gata eða fyrirtæki komið í jólapott bæjarins um best skreytta húsið, best skreyttu götuna eða best skreytta fyrirtækið.

Best skreytta húsið eða gatan

Ábendingagátt