Jólaþorpið í Hafnarfirði

Fréttir

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu.

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu. Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokkur jólalög.

Jólaþorpið verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og til kl. 22 á Þorláksmessu. Takið eftir að Strandgatan frá Lækjargötu að Reykjavíkurvegi er lokuð á meðan Jólaþorpið er opið.

Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli tuttugu fagurlega skreyttra jólahúsa sem eru orðin landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmisskonar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum og vörum til að taka með heim á veisluborðið.

 

Byggðasafn Hafnarfjarðar stendur fyrir ljósmyndasýningu í jólaþorpinu þar sem sýndar eru 40 ljósmyndir sem varpa skemmtilegu ljósi á lífið í bænum uppúr miðri síðustu öld. Myndirnar eru teknar víðsvegar um bæinn eftir hina ýmsu ljósmyndara en flestar eiga þær það sameiginlegt að vera teknar að vetri til.

 

Hlökkum til að njóta aðventunnar með ykkur!

Dagskrá Jólaþorpsins helgina 1. – 3. desember 2017
Dagskrá Jólaþorpsins helgina 9. – 10. desember 2017
Dagskrá Jólaþorpsins helgina 16. – 17. desember 2017
Dagskrá Jólaþorpsins á Þorláksmessu 23. desember 2017

Jólaþorpið á Facebook

Ábendingagátt