Jólin hefjast í Hafnarfirði á morgun

Fréttir

Síðan 2003 hefur Jólaþorpið í Hafnarfirði á Thorsplani í Hafnarfirði heillað landsmenn jafnt sem þá ferðamenn sem þangað hafa ratað. Jólaþorpið verður opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18 og verður stemningin í ár afar hlýleg og hugguleg.

Síðan 2003 hefur Jólaþorpið í Hafnarfirði á Thorsplani í
Hafnarfirði heillað landsmenn jafnt sem þá ferðamenn sem þangað hafa ratað. Fagurlega
skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmiss konar
spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun. Jólaþorpið verður opið
allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18 og verður stemningin í ár afar hlýleg
og hugguleg en á sama tíma lágstemmd. Í ljósi aðstæðna og takmarkana verður engin skipulögð dagskrá á vegum jólaþorpsins þessa aðventuna. 

J5

Ljósin á Cuxhaven-jólatrénu voru tendruð í Jólaþorpinu í Hafnarfirði í morgunsárið að viðstöddum leikskólabörnum og starfsfólki frá Hjalla, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Christian Stepper staðgengli sendiherra Þýskalands á Íslandi og Gísla Valdimarssyni formanni vinabæjarfélagsins Hafnarfjörður-Cuxhaven.

J3

Hafnafjordur_Jol_Web-34

Jólaþorpið verður opið allar helgar á aðventunni frá kl. 13-18 og verður stemningin í ár afar hlýleg og hugguleg en á sama tíma lágstemmd. Í ljósi aðstæðna og takmarkana verður engin skipulögð dagskrá á vegum jólaþorpsins þessa aðventuna. 

Huggulegasti heimabær
höfuðborgarsvæðisins

Jólabærinn Hafnarfjörður hefur sjaldan verið eins jólalegur
og býður jólin velkomin með sínum árlega jólamarkaði fullum af gleði, gómsætum
bitum og skemmtilegum jólavarningi. Hafnarfjarðarbær hvetur gesti til að nýta
allan opnunartíma jólaþorpsins og dreifa álagi á Thorsplani og heimsækja söfn, verslanir, kaffihús og
veitingastaði í nágrenni þorpsins. Jólasveinar koma í heimsókn á laugardögum og
Grýla verður á vappi um bæinn á sunnudögum til að athuga hvort að allir séu
ekki að virða fjarlægðarmörkin, nota andlitsgrímur og duglegir að spritta og
þvo hendur. 

Velkomin HEIM í Hafnarfjörð – þar sem hlýleikinn ræður ríkjum. 

ViderumOllalmannavarnirJolathorp

Ábendingagátt