Jólaþorpið — Sjóðheitar kleinur beint úr potti Brikk

Fréttir Jólabærinn

Hægt verður að horfa á Brikk-menn steikja kleinur og ástarpunga í miðju jólahúsinu í Jólaþorpinu í Hafnarfirði í ár. „Við setjum metnað okkar í þetta og líf,“ segir Þórarinn Þórarinsson, Dengsi í Brikk.

Jólaandinn er í Hafnarfirði

Hægt verður að horfa á Brikk-menn steikja kleinur og ástarpunga í miðju jólahúsinu í Jólaþorpinu í Hafnarfirði í ár. „Við setjum metnað okkar í þetta og líf,“ segir Þórarinn Þórarinsson, Dengsi í Brikk, sem fer nú inn í aðra af sex helgum í Jólaþorpinu. Þessi grein birtist fyrst í Jólablaði Hafnarfjarðarbæjar.

Brikk hefur í ár stofnað til samstarfs við önnur hafnfirsk fyrirtæki til að gera miðjuhús þorpsins að þungamiðju þess. Þar verður til að mynda boðið upp á heitt súkkulaði í samstarfi við Góu í sérmerktum Jólaþorpsbollum.

„Við bjóðum einnig sérgerða Ali-jólapylsu í brauði frá okkur. Vegleg pylsa – jólapylsan 2025,“ segir hann. Te og kaffi verði með þeim í liði  sem og Ölgerðin. „Við verðum með tiramisu, Baileys-jólakaffi og jólabjór svo fólk á leið á Jóla Hólm, tónleika eða annað geti staldrað við.“

Brikk er með eitt kaffihúsa sinna á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. „Brikk er meira en það sem maður sér. Við þjónustum hótel, kaffihús og gerum til að mynda öll brauð fyrir Jómfrúna. Svo þjónustum við Landspítalann og erum í miklu samstarfi við Te og kaffi.“ Hann segir stemninguna  alltaf vera góða á Brikk.

„Það er alltaf gaman að koma í vinnuna og njóta tímans með fólkinu sem hefur í gegnum árin verið frábærir vinir manns,“ segir Dengsi. Hann segir Jólaþorpið vera einstaka skemmtun.

„Ég hvet fólk til að koma og njóta með okkur í ár.“

Myndatexti: Þórarinn Þórarinsson, Dengsi á Brikk, og Einar Benediktsson hér í miðjuhúsi Jólaþorpsins á Thorsplani.

 

 

Grýlugott – uppskrift

Sykur 150 g

Púðursykur 150 g

Smjör 190 g

Egg 2

Súkkulaðibitar 200 g

Hveiti 250 g

Natrón/matarsódi 8 g

Salt 8 g

Salthnetur 125 g

Samtals 50 kökur

 

Blandið púðursykri, sykri og smjöri í hrærivél á lágum hraða í um tvær mínútur. Setjið svo eitt egg í einu og blandið vel. Vigtið öll þurrefnin og blandið saman í öflugt og bragðmikið deig. Gerið um það bil 15 g kúlur og bakið á 180 gráðum í tæpar 11 mínútur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ábendingagátt