Jólatré ekki sótt heim eftir jólin

Fréttir

Eins og fram kom í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar til bæjarbúa í bæjarblöðum, á heimasíðu og Facebook í lok október þá verða jólatré ekki sótt heim eftir jólin í ár. Bæjarbúar þurfa sjálfir að sjá um að koma sínum trjám í réttan farveg hjá Sorpu.

Eins og fram kom í tilkynningu Hafnarfjarðarbæjar til bæjarbúa í bæjarblöðum, á heimasíðu og Facebook í lok október þá verða jólatré ekki sótt heim eftir jólin í ár. Bæjarbúar þurfa sjálfir að sjá um að koma sínum trjám í réttan farveg hjá Sorpu.

Íbúar Hafnarfjarðar þurfa nú í ár að fara sjálfir með jólatrén á endurvinnslustöðvar SORPU. Þar er tekið við jólatrjám frá einstaklingum án gjaldtöku, en fyrirtæki, verktakar og stofnanir greiða móttökugjöld samkvæmt gjaldskrá stöðvanna fyrir allan úrgang, þ.m.t. jólatré, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Jólatré sem koma inn á endurvinnslustöðvarnar eru send til frekari vinnslu,  þ.m.t. moltugerðar.

Ábendingagátt