Jólatré ekki sótt heim eftir jólahátíðina

Fréttir

Af gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær vekja sérstaka athygli á því að bærinn hirðir ekki jólatré frá íbúum eftir jólahátíðina. 

Tilkynning vegna jólatrjáa

Af gefnu tilefni vill Hafnarfjarðarbær vekja sérstaka athygli á því að bærinn hirðir ekki jólatré frá íbúum eftir jólahátíðina. Ákvörðun þess efnis var tekin á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 21. september 2016 og hafa jólatré ekki verið sótt heim síðan þá.

Bent er á að íþróttafélög og félagasamtök eru í dag farin að bjóða upp á þá þjónustu að sækja jólatré heim að dyrum á ákveðnum degi gegn gjaldi sem lið í fjáröflun sinni. Við hvetjum áhugasama til að kynna sér þá þjónustu.

Sorpa tekur á móti öllum trjám eftir hátíðarnar – opnunartíma Sorpu er að finna hér

Ábendingagátt