Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær fagnar vetri með undirbúningi jóla. Það stefnir allt í að aðventan verði ekki bara björt og fögur heldur einnig afar lífleg og fjörug og líklega laus við takmarkanir. Jólabærinn Hafnarfjörður stimplaði sig rækilega inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar um land allt um síðustu jól með samhentu og góðu átaki allra; íbúa, fyrirtækja og stofnana í öllum hverfum bæjarins.
Hafnarfjarðarbær fagnar vetri með undirbúningi jóla. Það stefnir allt í að aðventan verði ekki bara björt og fögur heldur einnig afar lífleg og fjörug og líklega laus við takmarkanir. Jólabærinn Hafnarfjörður stimplaði sig rækilega inn í hug og hjörtu Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar um land allt um síðustu jól með samhentu og góðu átaki allra; íbúa, fyrirtækja og stofnana í öllum hverfum bæjarins. Þúsundir sóttu bæinn heim á aðventunni og upplifðu jólabæinn sem sjaldan hefur verið jólalegri, nutu góðra veitinga og notuðu tækifærið til að versla gjafir og alls konar góðgæti.
Jólin eru jafnt og þétt að færast yfir Hafnarfjörð og í síðustu viku hófst starfsfólk bæjarins handa við uppsetningu á jólaskreytingum í miðbæ Hafnarfjarðar og munu ný ljós og skreytingar bætast jafn og þétt við næstu daga og vikur. Leit stendur m.a. yfir að grenitrjám úr görðum íbúa sem hafa lokið sínu hlutverki í heimagarðinum en gætu nýst sem gleðigjafi á aðventunni á opnum svæðum. Jólablað Hafnarfjarðar verður gefið út í vikunni fyrir fyrstu aðventuhelgina og mun líkt og síðustu tvö árin vera fullt af hlýlegu efni um gefandi og góð verkefni í bænum, framsækin hafnfirsk fyrirtæki og fólkið sem bæinn byggir. Jólaþorpið á Thorsplani með öll sín fagurlega skreyttu jólahús og jólagleði opnar föstudaginn 26. nóvember og er jólaævintýrið í Hellisgerði einnig í fullum undirbúningi.
Á fundi menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar var lögð til fjárfesting í skautasvelli sem opnað verði um leið og Jólaþorpið í lok nóvember 2021. Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir að svellið verði sett upp á Ráðhústorgi, miðja vegu milli Jólaþorpsins og Hellisgerðis eða beint á móti Bæjarbíói. Um er að ræða hagkvæmt gervisvell með 12-20 ára endingu. Svell sem lítur út eins og ís, virkar eins og ís en er ekki ís og þar af leiðandi er ekkert vatn né orka notuð til þess að kæla svellið. Hugmyndir um slíkt skautasvell í Hafnarfirði hafa verið í umræðunni um árabil og er vilji fyrir því að láta þessa skemmtilegu hugmynd verða að veruleika í ár. Er framkvæmdin til þess fallin að ýta enn betur undir upplifun og afþreyingu í jólabænum Hafnarfirði á aðventunni.
Daginn er tekið að stytta og tími jólaljósanna runninn upp. Hafnarfjarðarbær hvetur Hafnfirðinga til að setja jólaljósin snemma upp í ár. Starfsfólk bæjarins er að vinna sig jafnt og þétt í gegnum bæinn og setja upp ljós á fjölförnum stöðum og opnum svæðum. Allt er þetta gert með það fyrir augum að gleðja augað og andann og ýta undir jákvæða upplifun og ánægju þeirra sem leið eiga um bæinn hvort sem er gangandi, hlaupandi, hjólandi eða akandi.
Takið virkan þátt í að klæða jólabæinn Hafnarfjörð í hátíðargallann með því að setja jólaljósin upp snemma í ár. Jafnvel strax í dag.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…