Jólin hefjast í Hafnarfirði

Fréttir

Jólabærinn Hafnarfjörður tekur forskot á jólasæluna og opnar Jólaþorpið í Hafnarfirði með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani föstudaginn 17. nóvember. Jólaþorpið opnar kl. 17 og dagskrá á sviði hefst kl. 18. Jólaljósin á Cuxhaventrénu verða tendruð kl. 18:30 og mun það lýsa upp Jólaþorpið í Hafnarfirði í desember.

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar föstudaginn 17. nóvember kl. 17

Jólabærinn Hafnarfjörður tekur forskot á jólasæluna og opnar Jólaþorpið í Hafnarfirði með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani föstudaginn 17. nóvember. Jólaþorpið opnar kl. 17 og dagskrá á sviði hefst kl. 18. Jólarödd Hafnarfjarðar, Rakel Björk Björnsdóttir söngkona Þau, verður í hópi þeirra sem fram koma á opnunarhátíðinni en auk hennar stíga á svið Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Karlakórinn Þrestir, Lil Curly og Háski og Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson. Sendiherra Þýskalands á Íslandi Clarissa Duvigneau, Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Wilhelm Eitzen formaður vinabæjarfélags Cuxhaven-Hafnarfjörður sjá um að tendra ljósin á jólatrénu kl. 18:30. Jólatréið er líkt og áður gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi til 35 ára, og mun það lýsa upp Jólaþorpið í Hafnarfirði í desember.

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður – komdu fagnandi!

Jólabærinn Hafnarfjörður er hlýlegur og einstakur bær, ekki síst fyrir lifandi og skemmtilegan miðbæ, heillandi hafnarsvæði og gott aðgengi að fjölbreyttum og fallegum náttúruperlum allt árið um kring bæði í hjarta Hafnarfjarðar og í upplandinu. Í jólabænum geta fjölskyldur og vinahópar upplifað hlýlega og afslappaða jólastemningu og skipulagt sína eigin jólaleið um bæinn sem getur í einni eða fleiri ferðum falið í sér upplifun, skemmtun, útivist, verslun, þjónustu, veitingar og heilan helling af frískandi sjávarlofti fyrir alla fjölskylduna. Hafnarfjarðarbær tekur fagnandi á móti jólahátíðinni og aðventunni með sínu árlega jólaþorpi, ljósadýrð og ævintýraveröld í Hellisgerði, Hjartasvelli og svo miklu fleiru. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið allar helgar á aðventunni; föstudaga frá kl. 17-20, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla.  Í Jólaþorpinu iðar allt af lífi og fjöri og fagurlega skreyttu hafnfirsku jólahúsin eru fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir ýmisskonar spennandi gjafavöru, sælkerakrásir, handverk og hönnun.

Allt um opnunarhelgina í Jólaþorpinu í Hafnarfirði

Allt um jólabæinn Hafnarfjörð

Ábendingagátt