Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Byggðasafn Hafnarfjarðar bregður sér í jólabúninginn og býður öllum fjölskyldum að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá safnsins yfir hátíðarnar. Nú 13. desember kl. 17 er öllum boðið að vera við opnun sýningarinnar Köldu ljósin í Hafnarfirði 1904 í undigöngunum við Hörðuvelli.
Byggðasafn Hafnarfjarðar bregður sér í jólabúninginn og býður öllum fjölskyldum að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá safnsins yfir hátíðarnar.
Nú 13. desember kl. 17 er öllum boðið að vera við opnun sýningarinnar Köldu ljósin í Hafnarfirði 1904 sem fjallar um það þegar fyrstu húsin í Hafnarfirði voru raflýst fyrir 120 árum síðan. Sýningin verður opnuð með viðhöfn í glerskálanum í undirgöngunum við Hamarskotslæk. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri flytur stutt ávarp.
Jóhannes Jóhannesson Reykdal reisti stöðina við Hörðuvelli. Hann reisti rafstöðina einn og óstuddur og sá um rekstur hennar til ársins 1909. Þá keypti Hafnafjarðarbær rafstöðina. Hátíð Hamarskotslækjar, í minningu hans, er svo haldin um helgina. Sjá nánar hér.
Við mælum með að allir klæði sig eftir veðri þar sem opnunin er utandyra. Best er að fá stæði við Hörðuvallaleiksskóla og koma þeim megin að undirgöngunum. Verið velkomin!
Annað áhugavert á Byggðasafninu í aðdragaganda jóla:
Opið verður allar helgar frá kl. 11:00 – 17:00 og frítt inn eins og allt árið um kring.
Sýningin fjallar um þau tímamót þegar fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi var tekin í notkun í Hafnarfirði árið 1904. Til er áhugaverð lýsing á upphafi rafvæðingar Íslands eftir Gísla Sigurðsson sem hann ritaði eftir frásögn Árna Sigurðssonar, fyrsta rafvirkja landsins. Þar segir meðal annars.
„Kvöld nokkurt fyrst í desember 1904 var óvenju mikið um mannaferðir um stígana í Hafnarfirði. Þar voru á ferð fólk á öllum aldri, menn og konur, karlar gamlir og kerlingar, strákar og stelpur. Allt átti þetta fólk brýnt erindi að litlum skúr er var áfastur „Timburverksmiðju“ Jóh. J. Reykdals er stóð ofanvert við Moldarflötina sunnan Hafnarfjarðarlækjar. Allur stóð þessi skari framanvert við skúrinn og þrengdi sér í dyrnar. En á gólfinu stóð eins margt manna og inn gat komist og raðaði sér umhverfis sérkennilegan hlut:
„Fyrstu rafljósavélina er hingað kom til Íslands“. /…/ Rafallinn átti að vera í sambandi við vatnshjól það, er verksmiðjan var rekin með. Svo var vatnshjólið sett í gang. Þá var tekið í sveif og reim færð yfir á skífu og um leið fór rafallinn að snúast, og um leið skeði undrið mikla. Í lítilli glerkúlu er hékk úr lofti skúrsins tóku að birtast logandi þræðir, daufir í fyrstu en smáskýrðust þar til þeir loguðu með hinni skærustu birtu.“
Forsaga þessa máls var sú um sumarið 1904 sigldi Jóhannes Reykdal til Noregs og keypti þar 9 kw. rafal sem hann tengdi við ás hverfilsins sem hann hafði notað við trésmíðavélarnar. Jóhannes fékk nýútskrifaðan rafmagnsfræðing, Halldór Guðmundsson, til að hafa umsjón með verkinu og lagningu rafmagnslína til valinna húsa í bænum en Árni Sigurðsson trésmiður, og síðar fyrsti rafvikri landsins, annaðist raflagnir innanhúss. Heimildir eru nokkuð á reyki um fjölda þeirra húsa sem fengu rafmagn í desember byrjun árið 1904, sumar heimildir segja að settir hafi verið upp fjórir ljósastaurar og rafmagn leitt í 16 hús en aðrar telja að húsin hafi verið eitthvað færri.
Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…