Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar hefur eftirlit með öllum greftri og framkvæmdum í landi bæjarins.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
624 sykurpúðar voru grillaðir í boði Bókasafnsins á varðeldi á Byggðasafnstorginu í aðdraganda jóla. Björn Pétursson bæjarminjavörður fer yfir hápunkta ársins 2025 og segir jólin hafa selst upp á safninu í ár.
„Jóladagskráin í Sívertsen-húsi fyrir leikskólana hefur alltaf verið vel sótt en aldrei hefur verið eins mikil aðsókn í þessa dagskrá og árið 2025,“ segir Björn Pétursson bæjarminjavörður beðinn um að nefna hápunkt ársins 2025.
„Það var „uppsellt“ í ár og færri komust að en vildu. Það voru 32 leikskólahópar sem komu í heimsókn í Sívertsen-hús á sex dögum, eða 545 börn og 106 leikskólakennarar.“ Já, jólin hafi verið sykursæt á safninu.
„Svo má bæta því við til gamans að í jólamánuðinum voru 624 sykurpúðar grillaðir í boði safnsins á varðeldi á Byggðasafnstorginu.“
Björn segir að aðsóknin á safninu, sýningum og viðburðum hafi verið mjög góð árið 2025.
Fjöldi sýninga fengu að njóta sín.
Björn fer einnig yfir að safninu berist fjöldi gjafa frá bæjarbúum á hverju ári sem stækki safnkost þess og styrki. „Alls 50 gjafir, bæði munagjafir og ljósmyndagjafir, bárust safninu á árinu 2025. Í hverri gjöf voru oft nokkur fjöldi gripa,“ segir hann.
Björn nefnir sérstaklega að á árinu 2025 hafi svo verið undirritaður samningur var við Kirkjugarð Hafnarfjarðar um að gera upp gamla líkbílinn sem er einn af munum safnsins. „Líkvagninn er af gerðinni Ford frá árinu 1938 og er hann með yfirbyggingu úr tré smíðuð af Hauki Jónssyni og með útskurði eftir Ríkharð Jónsson myndskera,“ segir hann.
„Líkvagninn var í eigu Hauks Jónssonar trésmíðameistara og þjónaði sem líkvagn fyrir Hafnfirðinga í um 30 ár, frá árinu1938.“ En safnið hugaði einnig að öðrum gripum úr fortíðinni.
„Trillan „Helgi Nikk“ sem jafnan stendur á Byggðasafnstorginu fór í mikla yfirhalningu í desember og verður því aftur glæsileg á torginu fyrir utan safnið næsta sumar.“
En hvað fannst honum svo skemmtilegast. „Ætli það hafi ekki verið vel heppnað málþing um varðveislu trébáta var haldið í Ægi 220,“ segir hann.
„Þetta var skemmtilegt samstarfsverkefni byggðasafnsins með Byggðasafni Reykjanesbæjar og Byggðasafninu á Garðskaga sem haldið var 30. september. Góð mæting var á málþingið og greinilega þörf fyrir umræðu um málefnið. Nokkrir gestir lögðu á sig tæplega 1000 km ferðalag til að geta tekið þátt í málþinginu.
Sett verður upp listasmiðja í um 70 fermetra rými í Læk, sem athvarf fyrir einstaklinga með geðrænan vanda. Forstöðumaður Lækjar,…
624 sykurpúðar voru grillaðir í boði Bókasafnsins á varðeldi á Byggðasafnstorginu í aðdraganda jóla. Björn Pétursson bæjarminjavörður fer yfir hápunkta…
Umfangsmikil vinna hefur átt sér stað í Hafnarfirði sem tengist farsæld barna og samþættingu þjónustu.
Bæjarstjóri skoðaði nýja fjölbýlishúsið að Suðurgötu 44 og segir það fallegt dæmi um þéttingu sem eykur gæði hverfisins og virðir…
Útnefning bæjarlistamans Hafnarfjarðar fyrir árið 2026. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum ábendingum sem menningar- og ferðamálanefnd mun hafa til…
Aðsókn á viðburði á Bókasafninu jókst um 81% milli ára. Hátíðin Heimar og himingeimar sprakk út og sóttu 10 þúsund hana.…
Hafnarfjarðarbær hefur fengið 8.185.000 króna styrk frá barna- og menntamálaráðuneytinu til að efla íslenskukunnáttu, sjálfstraust og þátttöku starfsfólks hafnfirskra leikskóla í samfélaginu.
Ráðherra, bæjarstjóri og framkvæmdastjóri Vigdísarholts skáluðu í kakói með rjóma við undirritun á samkomulagi um byggingu og rekstur nýs 108…
Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að veita Brynju leigufélagi stofnframlag til kaupa á 16 íbúðum til úthlutunar fyrir öryrkja. Íbúar í Hafnarfirði…
Gestafjöldi í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, jókst um 14% milli ára. Fjölbreytt ár framundan í breyttum miðbæ Hafnarfjarðarbæjar.