Jón Jónsson spjallar um heilbrigðan lífstíl

Fréttir

Hafnarfjarðarbær tekur forvarnarhlutverk sitt alvarlega og hefur m.a. farið þá leið að bjóða upp á fræðslu í þágu forvarna innan grunnskóla Hafnarfjarðar. Til ellefu ára hefur hugljúfi hafnfirski tónlistar- og fyrrum knattspyrnumaðurinn Jón Jónsson sótt alla nemendur í 8. bekkjum grunnskólanna í Hafnarfirði heim og spjallað við þá um heilbrigðan lífstíl. 

Hafnarfjarðarbær tekur forvarnarhlutverk sitt alvarlega og
hefur m.a. farið þá leið að bjóða upp á fræðslu í þágu forvarna innan
grunnskóla Hafnarfjarðar. Til ellefu ára hefur hugljúfi hafnfirski tónlistar-
og fyrrum knattspyrnumaðurinn Jón Jónsson sótt alla nemendur í 8. bekkjum
grunnskólanna í Hafnarfirði heim og spjallað við þá um heilbrigðan lífstíl. Þessa
dagana standa heimsóknir yfir og í dag hitti Jón nemendur í 8. bekk Skarðshlíðarskóla.
Hefur þessi leið mælst vel fyrir hjá nemendum, foreldrum þeirra og starfsmönnum
skólanna.

IMG_6779

Mælanlegur árangur af þessu samstarfi

Síðustu árin hefur Jón lagt sérstaka áherslu á umræðu um
rafrettur og skaðsemi þeirra auk þess að ræða um tóbaksneyslu barna og ungmenna.
Rannsóknir Rannsókna og greiningar sýna mælanlegan árangur af þessu samstarfi
og sérstaklega eftir að prufað var að fá Jón Ragnar Jónsson til liðs við
hópinn. Hafa heimsóknir Jóns mælst afar vel hjá kennurum og ungmennunum
sjálfum. Jón Ragnar spjallar við krakkana, segir frá lífi sínu, svarar
spurningum um fótbolta, veltir fyrir sér hvað sé spennandi við rafretturnar,
ræðir um heilbrigðan lífsstíl, talar gegn munntóbaksnotkun og hefur stundum
gítarinn með og syngur fyrir krakkana. Unglingar í 8. bekk lifa almennt mjög
heilbrigðu lífi sbr. rannsóknir frá Rannsóknum og greiningu og er talið að
jákvæðar og uppbyggilegar forvarnir og ekki síst fyrirmyndir styrki þau í því
að velja áfram heilbrigðan lífstíl.

Forvarnarverkefnið er samstarfsverkefni Krabbameinsfélags
höfuðborgarsvæðisins og Hafnarfjarðarbæjar sem hafa um árabil unnið að
forvörnum gegn tóbaksneyslu barna og ungmenna.

Ábendingagátt