Kaffihylkjahálsmen til sölu

Fréttir

Í Öldutúnsskóla er er í gangi skapandi endurvinnsluverkefni sem kallað er Kaffihálsmenaverkefnið

Þetta er samvinnuverkefni Öldutúnsskóla, Vatnsendaskóla, Hagaborgar og Gloria Fuertes sem er skóli á Spáni.

 Lykilorð verkefnisins eru  

Vinátta – Sköpun – Endurnýting

Markmið þess er að nemendur öðlist aukna samkennd og gleði við það að skapa fallegt handverk og gefa af sér um leið. Öðlist skilning á mikilvægi endurnýtingar og læri um mismunandi efnivið. Nemendur útbúa hálsmen í sérgreinatímum úr Nespresso kaffihylkjum, efnisbútum, perlum, böndum og fleiru. Við seljum hálsmenin og kostar hvert þeirra 1.000 kr.

Allur ágóði rennur óskiptur til Gloria Fuertes sem er í Alicante á Spáni. Gloria Fuertes er leik- og grunnskóli og tilheyra flestir nemendur skólans mjög fátækum fjölskyldum. Í skólaheimsókn með „Leikur að Læra“ vorið 2015 var þessi skóli heimsóttur. Þar sáum við sambærileg hálsmen sem nemendur voru að gera til styrktar þeim sem minnst mega sín. Þessi mikla samkennd sem við upplifðum þarna, varð til þess að við ákváðum að gera slíkt hið sama og styrkja þennan skóla með nemendum Öldutúnsskóla. Verkefnið er unnið í samvinnu við “Leikur að læra”. Hálsmenin eru seld í Öldutúnsskóla og í versluninni Kailash, Strandgötu 11.
Kaffihylskjahálsmen

Kaffihálsmen

Ábendingagátt