Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í minningu Jóhannesar J. Reykdal. Hafnarfjarðarbær er einn styrkjenda hlaupsins.
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í minningu Jóhannesar J. Reykdal.
Þetta er skemmtihlaup frá Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð og niður í miðbæ Hafnarfjarðar. Hlaupaleiðin er hugsuð sem vatnaleið Hamarskotslækjar frá Kaldárbotnum til sjávar.
„Svo er hlaupið í mark á Strandgötunni. Grýla afhendir fyrstu verðlaun karla og kvenna og svo tíu útdráttarverðlaun,“ segir Steinunn Guðnadóttir, annar tveggja skipuleggjenda menningarhátíðarinnar Hátíð Hamarskotslækjar sem stendur að hlaupinu í samvinnu við Hlaupahóp FH. Hópbílar, Fjarðarfréttir og Hafnarfjarðarbær styrkja hlaupið.
Og hvernig fer þetta fram? Rútuferð fyrir hlaupara frá Hafnarfjarðarkirkju uppí Kaldársel, styrkt af Hópbílum.
Frítt er fyrir hlaupara í sund í Suðurbæjarlaug að hlaupi loknu styrkt af Hafnarfjarðarbæ. Hægt verður að skrá sig á staðnum, en þá er skráningargjaldið 3.000 krónur í peningum.
Nánar. Í tilefni af Hátíðar Hamarskotslækjar, verður Kaldárhlaup haldið sunnudaginn 15. desember kl. 13:00. Hlaupið er um 10 km skemmtihlaup frá Kaldárseli fyrir ofan Hafnarfjörð og niður í miðbæ Hafnarfjarðar.
Hátíð Hamarskotslækjar var haldin hátíðleg í fyrsta skipti 12. desember 2010 í Hafnarfirði. Hún er haldin til heiðurs Jóhannesi J. Reykdal. Þáttaskil urðu í sögu þjóðarinnar þegar Hamarskotslækur var virkjaður og vatnsaflið nýtt til að knýja trésmíðavélar og raflýsa 16 hús í Hafnarfirði. Fyrir því stóð frumkvöðullinn Jóhannes J. Reykdal sem stofnar árið 1904 fyrstu almenningsrafveitu landsins.
Í ár eru 150 ár frá því að Jóhannes Jóhannesson Reykdal fæddist (1874) og 120 ár frá stofnun fyrstu almenningsrafveitu landsins (1904) og Hátíð Hamarskotslækjar er haldin í 10 skipti. Þann 14.12. verður fyrirlestur og kvikmyndasýning um Jóhannes J. Reykdal og ævi hans í Hafnarborg. Hátíð Hamarskotslækjar minnir á mikilvægi lækjarins og ljóssins.
Skráning og skráningargjöld
Skráning fer fram hér á hlaup.is.
Vegalengd
Hlaupaleiðin er um 10 km.
Hlaupaleiðin
Hlaupið er um 10 km hlaup frá Kaldársseli fyrir ofan Hafnarfjörð og niður í miðbæ Hafnarfjarðar.
Rásmark er rétt fyrir innan lokun vegar við bílastæðin í átt að Kaldárseli. Hlaupið er frá rásmarki í hring að Kaldárseli og síðan Vatnsgirðingu, þaðan yfir gjánna í átt að Hafnarfirði. Hlaupið eftir stígum að Lækjarbotnum og áfram að læknum við leikskólann Hlíðarenda efst í Setbergshverfi, þaðan meðfram Hamarskotslæk eftir göngustígum að Strandgötu, endasprettur eftir Strandgötu. Lokamark við Þórsplan, þar sem Jólaþorpið er. Hægt er að bíða inní Verslunarmiðstöðinni Firði og fá sér Kaldárvatn að drekka við anddyrið sem er næst Jólaþorpinu, þar til verðlaunaafhending á sér stað.
Verðlaun
Kl. 14.00 safnast þátttakendur á svið Jólaþorpsins og verðlaun eru veitt fyrir besta tíma karla og besta tíma kvenna. Grýla velur tíu nöfn úr hópi þátttakenda sem fá verðlaun.
Þið sem hlaupið eigið hressandi dag í vændum.
Bókasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Sjósundsunnendur geta kvatt gamla árið og fagnað nýju á nýstárlegan hátt þetta árið. Sauna-klefi verður við Langeyrarmalir á gamlárs- og…
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til hafnfirskra íþróttamanna, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara og sérstakra alþjóðlegra…
Jólaþorpið er í hjarta Hafnarfjarðar. Þar koma margir saman hverja helgi og margt fólk rekur þar jólahús. Þar verður Kvennakór…
„Jólin eru okkar tími,“ segir Klara Lind Þorsteinsdóttir, eigandi verslunarinnar Strand 49 ásamt vinkonu sinni Birnu Harðardóttur.
Soffía M. Gísladóttir, eigandi Prjónahornsins, er hjúkrunarfræðingur sem lét drauminn um að opna verslun rætast.
Verk listamannanna Arngunnar Ýrar og Péturs Thomsen varpa ljósi á rask í náttúrunni. Þau eiga hvort sína sýninguna í Hafnarborg…