Kaldársel, Kaldárbotnar og Gjár

Fréttir

Samþykkt hefur verið að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar í auglýsingu. Þegar vinna við gerð deiliskipulags hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefni.

Skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Kaldársel,  Kaldárbotna og Gjárnar

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 25. maí 2016 var samþykkt að senda skipulagslýsingu fyrir Kaldársel, Kaldárbotna og Gjárnar í auglýsingu. Þegar vinna við gerð deiliskipulags hefst skal sveitarstjórn taka saman lýsingu á skipulagsverkefni þar sem fram kemur hvaða áherslur sveitarstjórn hafi við deiliskipulagsgerðina og upplýsingar um forsendur, fyrirliggjandi stefnu og fyrirhugað skipulagsferli, svo sem um kynningu og samráð við skipulagsgerðina gagnvart íbúum og öðrum hagsmunaaðilum.

Lýsingu er hægt að nálgast hér

Skriflegar ábendingar við skipulagslýsingu skila á netfangið: berglindg@hafnarfjordur.is eigi síðar en 17. júní 2016.

Ábendingagátt