Kaldárselsvegur – lokanir vegna framkvæmda 7. maí

Fréttir

Þriðja lokun þriðjudaginn 7. maí. Stefnt er að því að malbika vegbút frá hringtorgi við Elliðavatnsveg upp á gamla Kaldárselsveg, sjá mynd. Framhjáhlaup verður um Hvaleyrarvatnsveg fyrir hesthús og skógrækt. Merkingar verða settar upp á svæðinu. Gert er ráð fyrir að lokað verði frá hádegi og fram eftir degi. 

Vegna malbikunarframkvæmda við Kaldárselsveg er ekki hjá því komist að röskun verði á umferð um svæðið vegna lokana á vegköflum sem merktir eru á yfirlitsmynd. Röskun á umferð vegna lokana verður um eftirtaldar götur en þó á mismunandi tímum:

  • Kaldárselsvegur
  • Elliðavatnsvegur
  • Brekkuás
  • Klettahlíð


Þriðja lokun – þriðjudaginn 7. maí

Stefnt er að því að malbika vegbút frá hringtorgi við Elliðavatnsveg upp á gamla Kaldárselsveg, sjá mynd. Framhjáhlaup verður um Hvaleyrarvatnsveg fyrir hesthús og skógrækt. Merkingar verða settar upp á svæðinu. Gert er ráð fyrir að lokað verði frá hádegi og fram eftir degi. 

KALDARSELSVEGURaFANGI3mAI7

KaldarselsvegurLokanirApril2019

Framkvæmdasvæðið verður ekki lokað í heild sinni á sama tíma en nánari upplýsingar um áfangaskiptingar lokana verða auglýstar þegar nær dregur framkvæmdartíma.

Fyrirfram þakkir fyrir tillitssemina.

Ábendingagátt