Kapelluhraun 2. áfangi

Fréttir

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Kapelluhraun 2. áfangi, breyting á deiliskipulagi.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingunni felst að: lóðirnar Álhella 2 og 3 eru sameinaðar í eina lóð, Álhellu 3.

Samanlögð stærð lóðanna fyrir breytingu er 17.367 m² en verður eftir breytingu 18.275 m². Við sameiningu lóðanna færist til vegur að Álhellu 1 og mun þá liggja milli Álhellu 3 og 4.

Nýtingarhlutfall við eftirtaldar lóðir hækka: við Álhellu 3 og 4, og 11 til 17 verður nhl. 0,5 í stað 0,4. Stálhellu 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16 og 18 verður nhl. 0,5 í stað 0,35.

Tillögurnar verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2 frá 09.05.-20.06 2019. Hér er að skoða deiliskipulagstillöguna:

 

 

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna. Skal þeim skilað skriflega til Umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 20. júní nk.

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar.

Skipulagsfulltrúi.

Ábendingagátt