Kátt verður á Víðistaðatúni 27. júlí og aldrei fleiri viðburðir

Fréttir

Risatjald með snjóstormi, Páll Óskar, VÆB og lótustjald með tónheilun bíður gesta barnahátíðarinnar Kátt sem haldin verður á Víðistaðatúni 27. júlí. Dagskráin er þétt og viðburðir hafa aldrei verið fleiri.

Kátt á Víðistaðatúni í margar klukkustundir!

Risatjald með snjóstormi, Páll Óskar, VÆB og lótustjald með tónheilun bíður gesta barnahátíðarinnar Kátt sem haldin verður á Víðistaðatúni 27. júlí. Dagskráin er þétt og viðburðir hafa aldrei verið fleiri.

Jóna Elísabet Ottesen og Valdís Helga Þorgeirsdóttir eru upphafsmenn barnahátíðarinnar og halda utan um alla tauma með traustu teymi. Þetta er í fimmta sinn sem hún er haldin, en nú í fyrsta sinn í Hafnarfirði ­— fimm árum frá þeirri síðustu. Ástæðan sú að Jóna lenti í alvarlegu bílslysi og er nú bundin hjólastól. Hún segir tilfinninguna að vera komin aftur af stað með hátíðina algjörlega frábæra.

„Já, þetta er geggjað myndi ég segja,“ segir hún og hlær létt. „Þetta er ástríðuverkefni sem var á miklu flugi rétt fyrir slys,“ segir hún og er nú aftur komin á flug.

Þétt dagskrá fyrir fjölskylduna

Ýmsar smiðjur og stórir skemmtikraftar prýða hátíðina. Auk Páls Óskars og VÆB má nefna að Lalli töframaður verður á stóra sviðinu. Troðið verður á því litla og allskonar smiðjur verða í boði fyrir börnin. Valdís telur upp það helsta í boði.

„Til dæmis DJ-smiðja, ritlistasmiðja með Bergrúnu Írisi, taktur og texti með Hrafnkeli úr Agent Fresco og Steinunni úr AmabAdama. Listinn er langur,“ segir hún. „Já, undirbúningur gengur vel. Það styttist í þetta, nóg að gera síðustu dagana fyrir hátíðina,“ segir Valdís.

Jóna segir gríðarmikla vinnu, skipulag og stress fylgja undirbúningnum. Það hafi hún verið meðvituð um. „Nú erum við að hnýta alla enda saman. Það er komið að þessum tíma sem hefur verið mest stressandi á fyrri árum. Ég var ekki viss hvort ég gæti farið inn í verkefnið aftur vitandi um alla boltana sem þarf að joggla. En þetta hefur gengið svo vel,“ segir hún.

„Við erum með frábærar stelpur í teyminu, eina algjöra jarðýtu, það er meiriháttar að sjá hátíðina verða að veruleika loksins. Ég held að þetta hafi aldrei verið eins flott hátíð. Það er allt að smella sem við dreymdum um og mikil spenna.“

Búast við þúsundum gesta

Valdís segir þúsundir gesta hafa sótt viðburðinn í gegnum árið. Fyrsta árið 1500 og svo um 3000 hvert hinna áranna. „Við búumst við jafnmörgum í ár og vonum að veðurguðirnir verði með okkur í liði. En ef rignir vonum við að fólk fari í pollagallana og mæti, því þetta verður svo gaman og fólk svo ánægt með framtakið,“ segir Valdís.

Hátíðin var áður á Klambratúni en Víðistaðatúni nú. „Þetta er hjá okkur öllum ástríðuverkefni, unnið í krafti styrkja og sjálfboðaliða.“

Valdís segir Víðistaðatún henta vel. „Við fengum svo góðar viðtökur frá Hafnarjafarðabæ. Tekið vel á móti okkur. Þetta er skemmtilegt og flott tún sem hentar hátíðinni vel.“ Jóna tekur undir.

„Þetta tún smellpassar verkefninu; að geta verið með þessa fallegu náttúru í kring. Það helsta nýja er að við leggjum nú áherslu á aðgengismál fyrir hjólastóla og göngugrindur. Það er auðvelt á Víðistaðatúni.“

Hátíðin frá 11-16 þann 27. júlí

Hátíðin stendur milli klukkan 11-16 og hentar allt frá ungabörnum í 13 ára aldur. „Það er frítt inn á sviðið fyrir 0-3 ára. Við verðum með skiptitjald fyrir yngsta hópinn,“ segir Valdís og að miðana megi finna ámiðix.is.

„Við stillum miðaveðri í hóf. Hægt er að kaupa fjölskyldupakka og fá betra tilboð. Svæðið er girt af til að tryggja öryggi barna. Fullorðnir eru velkomnir með börnunum,“ segir Valdís og brosir enda markmið hátíðarinnar að fjölskyldan geti skemmt

  • Jóna sagði frá vegferð sinni í Kastljósi fyrr ár árinu sem sjá má hér.
  • Facebook-síða Kátt barnahátíðarinnar hér.
  • Hér finnur þú miða á Barnahátíðina Kátt á MiðiX.
Ábendingagátt