Kínversk sendinefnd heimsækir Hafnarfjörð

Fréttir

Alþjóðatengsl voru efld þegar kínversk sendinefnd frá Changsha varði dagsparti í Hafnarfirði. Hún kynntist bæjarfélaginu og þremur fyrirtækjum bæjarins á vinnustofu í Hafnarborg.

Samvinna þvert á álfur

Kínversk sendinefnd frá Gangsha heimsótti Hafnarfjarðarbæ síðastliðinn föstudag. Heimsóknin var afar áhugaverð. Þar kynntu þrenn hafnfirsk fyrirtæki starfsemi sína.

Ellefu skipuðu kínversku nefndina og fór Zou Te, framkvæmdastjóri CPC Changsha bæjarnefndarinnar, fyrir henni. Eftir fundinn hér í firðinum fór sendinefndin víða. Heimsótti Landsvirkjun, Auðkenni, Heilsustofnunina í Hveragerði. Ferðinni lauk á Fjörukránni.

Sameiginleg vinnustofa

Kínverska sendinefndin stoppaði dagpart í Hafnarfirði. Haldin var vinnustofa auk þess sem Hafnarfjörður var kynntur fyrir hópnum. Hún var áhugasöm um Hafnarfjörð og þá miklu innviði sem bærinn býr að. Afar áhugavert var að sjá framtíðarsýn kínversku borgarinnar, sem stólar á tækni og framþróun hennar.

Valdimar Víðisson bæjarstjóri tók á móti hópnum og leiddi heimsóknina.  Sigurður Nordal, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs, hélt tölu um bæinn og starfsemina hér.

Zou Te, formaður kínversku sendinefndarinnar, færi bæjarstjóra Hafnarfjarðar gjöf að lokinni vinnustofunni. Heim tók hann myndabók frá Hafnarfirði, hraunskreytta súkkulaðiöskju og vitann okkar góða.

Stórborg í Kína

Hafnfirsku fyrirtækin þrjú sem hittu sendinefndina voru Von, Te og kaffi og Og Natura. Jóhannes Egilsson, Guðmundur Halldórsson og Ragnheiður Axel Eyjólfsdóttir. Kínverjarnir voru áhugasamir, mærðu heilsudrykki OgNatúra, vildu vita mikið um kaffið og voru mjög áhugasamir um harðfiskinn.

Gangsha er stórborg í Kína. Hún er höfuðborg Hunan-héraðs í miðhluta Kína og nær saga hennar til Zhou-ættarinnar (1046–256 f.Kr.). Þar búa um 10,5 milljón manna og má lesa netinu að þetta sé fimmtánda stærsta borgin í því fjölmenna landi.

Já, samvinna sem þessi skapar tækifæri.

 

Ábendingagátt