Kirkjuvellir 12

Fréttir

Hafnarfjarðarbær auglýsir fjölbýlishúsalóðina að Kirkjuvöllum 12 lausa til úthlutunar.

Hafnarfjarðarbær auglýsir fjölbýlishúsalóðina að Kirkjuvöllum 12 lausa til úthlutunar.

Lóðin er 4511,0 m2 að stærð og nýtingarhlutfallið allt að 0,6.  Á lóðinni er gert ráð fyrir allt að 30 íbúðum.  Stærðardreifing íbúða skal vera nokkuð jöfn.

Verð pr. íbúð kr. 3.470.568 m.v. heildarstærð húss 1200 m2 ef mannvirki er stærra þá þarf að greiða fyrir umframfermetra skv .gildandi  gatnagerðargjaldskrá við samþykkt á byggingaráformum. Gatnagerðargjald m.v. byggingarvísitölu febrúar mánaðar 2015 er kr. 28.923 kr/m2.

Upplýsingar um þjónustugjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa er að finna hér.

Hér er hægt skoða reglur um úthlutun lóða.

Hér er hægt að nálgast hæðarblað.

Hér er hægt að nálgast mæliblað.

Hér er hægt að nálgast úthlutunarskilmála.

Hér er hægt að nálgast deiliskipulagið.

Vellir 3 – deiliskipulagsuppdráttur.

Umsóknum skal skila inn rafrænt í gegnum Mínar síður á heimasíðu bæjarins og umsóknarfrestur er til  24. febrúar 2015.

Aðstoð við skráningu er hægt að fá hjá Þjónustuveri Hafnarfjarðar í síma 585-5500.

Ábendingagátt