Kjörfundur í Hafnarfirði

Fréttir

Kjörfundur í Hafnarfirði vegna alþingiskosninga 28. október 2017 hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli og Víðistaðaskóli

Kjörfundur í Hafnarfirði vegna alþingiskosninga 28. október 2017 hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli og Víðistaðaskóli

Allar upplýsingar um alþingiskosningarnar 2017 er að finna á kosningavef innanríkisráðuneytisins kosning.is. 

Kjörskrá vegna alþingiskosninganna 28. október 2017 liggur frammi í þjónustuveri á í ráðhúsi Hafnarfjarðar Strandgötu 6, 220 Hafnarfirði. Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá í alþingiskosningunum 28. október 2017 hér. Ef einhverjar athugasemdir eru við kjörskrána ber að snúa sér með þær til bæjarlögmanns.

Kjósandi skal gera kjörstjórn grein fyrir sér á kjörstað með því að framvísa persónuskilríki eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. 

Yfirkjörstjórn í Hafnarfirði skipa: Þórdís Bjarnadóttir, Heiðvangi 80, Sigurður P. Sigmundsson, Fjóluhlíð 14,  Torfi Karl Antonsson, Þrastarási 16 og Hallgrímur Hallgrímsson, Móabarði 26b, áheyrnarfulltrúi.

Ábendingagátt