Kjörskrá í Hafnarfirði 2020

Fréttir

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna þann 27.júní 2020 liggur frammi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá kl. 8-16 alla virka daga frá 16. júní 2020. Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 20.849.

Kjörskrá í Hafnarfirði vegna forsetakosninganna þann 27.júní 2020 liggur nú frammi til sýnis í Ráðhúsi Hafnarfjarðar, þjónustuveri, Strandgötu 6, frá kl. 8-16 og mun liggja frammi alla virka daga frá 16. júní 2020. 

Kjósendum er einnig bent á vefinn www.kosning.is en þar má finna hvar kjósendur eru á kjörskrá . Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæjarráðs Hafnarfjarðar.

Kjörskrá var lögð fram á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í dag þriðjudaginn 16. júní. Á kjörskrá í Hafnarfirði eru 20.849.

Nánari upplýsingar um kjörstaði í Hafnarfirði er að finna hér

Nánari upplýsingar um forsetakosningarnar er að finna á vef stjórnarráðsins.

Ábendingagátt