Klassísk tónlist í Ásvallalaug – Frítt í laugina

Fréttir Tilkynningar

Stórtónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og RÚV, Klassíkin okkar – Söngur lífsins, fer fram í tíunda sinn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00. Þeim er varpað á skjá í Ásvallalaug. Frítt er í sund frá kl. 19.

Sinfóníuhljómsveitin á skjá í Ásvallalaug

Elskarðu klassíska tónlist? Elskarðu sund? Það má sameina þessa ástríðu á föstudagskvöld, fara í frítt í sund í Ásvallalaug og njóta sinfóníuhljómsveitar okkar á stórum skjá. Tónleikarnir verða einnig í beinni útsendingu á RÚV. Einkunnarorð tónleikanna í ár, sem fara nú fram í tíunda sinn, er Söngur lífsins. 
 
Já, klassíkin okkar mun svífa yfir vötnum í laugum landsins og Ásvallalaug er meðal sundstaða sem taka þátt í gleðinni! Opið verður til kl. 22:30 að þessu tilefni og FRÍTT í sund frá kl.19!

Á vefsíðu hljómsveitarinnar má finna upplýsingar um efnisskrá og listamennina sem koma fram með þjóðarhljómsveitinni þetta kvöld, hljómsveitarstjóri verður Bjarni Frímann Bjarnason.

Tónleikarnir í ár eru í tilefni 75 ára afmælis sveitarinnar.

Ábendingagátt