Komdu að dorga! Dorgveiðikeppni fyrir 6-12 ára

Fréttir

Hin árlega dorgveiðikeppni við Flensborgarhöfn verður haldin nk. miðvikudag frá kl. 13:30-15. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.

Hin árlega dorgveiðikeppni við Flensborgarhöfn verður haldin
nk. miðvikudag frá kl. 13:30-15. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex
til tólf ára.

Furðufiskurinn, stærsti fiskurinn og flestu fiskarnir 

Miðvikudaginn 22. júní er áætlað að halda hina árlegu dorgveiðikeppni
á Flensborgarbryggju fyrir hafnfirsk börn á aldrinum sex til tólf ára fædd
2010-2015. Keppnin byrjar um kl. 13:30 og veiða krakkarnir til kl. 14:30. Keppt
verður í þremur flokkum – flestu fiskarnir, stærsti fiskurinn og furðufiskur
2022. Hægt verður að fá færi og beitu á staðnum. Starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sér
um gæslu á svæðinu og mun Siglingaklúbburinn Þytur sér um gæslu af sjó. 

Allir áhugasamir á aldrinum 6-12 ára eru hvattir til
þátttöku! 

Ábendingagátt