Vertu með! Vel gengur að manna leikskóla bæjarins

Fréttir

Ertu í atvinnuleit og langar að starfa í gefandi og skemmtilegu starfsumhverfi? Starfsfólk Hafnarfjarðarbær tekur fagnandi og vel á móti nýju fólki. Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða framtíðarstörf, fullt starf eða hlutastörf sem tilvalin eru með skóla.

Komdu í hópinn okkar! Fjölbreytt störf í boði

Ertu í atvinnuleit og langar að starfa í gefandi og skemmtilegu starfsumhverfi? Starfsfólk Hafnarfjarðarbær tekur fagnandi og vel á móti nýju fólki. Á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar er að finna yfirlit yfir öll þau fjölbreyttu störf sem í boði eru hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða framtíðarstörf, fullt starf eða hlutastörf sem tilvalin eru með skóla.

SkipulagMynd

Vel gengur að manna leikskóla bæjarins

Nýtt ár fer vel af stað. Sýnileg og jákvæð þróun virðist vera að eiga sér stað m.a. innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar ef marka má m.a. fjölda umsókna um lausar stöður sem berast bænum þessa dagana. Að jafnaði eru að berast nú nokkrar umsóknir um hverja stöðu og dæmi eru um 14 umsóknir um eina stöðu. 

Leikskolaborn-leika-saman_1644843309781

Yfirlýst markmið með aðgerðum sveitarfélagsins hefur verið að efla leikskólastigið, ýta undir verðskuldaða virðingu þess, minnka álag og skapa enn betri og meira aðlaðandi starfsaðstæður í leikskólum bæjarins. Rík áhersla hefur verið lögð á jákvæða kynningu á leikskólastarfinu og samhliða hefur sveitarfélagið í auknu mæli reynt að ná til þeirra sem sjá fyrir sér framtíð í faginu með kynningu á námssamningum og stuðningi bæjarins. Vonir standa til þess að þær aðgerðir sem markaðar voru í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2022 verði til þess að auka vinsældir og áhugann enn frekar.

Veistu ekki hvað þú vilt verða þegar þú verður stór?

Spennandi tækifæri og möguleikar eru opnir fyrir ófaglært starfsfólk innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar. Þannig veitir bærinn styrki til þeirra sem vilja stunda nám í leikskólakennarafræðum, bæði þeim sem hafa starfað hjá sveitarfélaginu til fjölda ára og nýliðum. 

Nánar um námsstyrki – frétt síðan 2020

Ábendingagátt