Komdu í sund um jólin – opnunartími

Fréttir

Jólasund er góð samverustund og sundlaugarnar í Hafnarfirði vel til þess fallnar að uppfylla þarfir allra samfélagshópa enda ólíkar. Sundlaugarnar eru þrjár og hafa þær allar sína sérstöðu og sjarma. Þannig einkennir Sundhöll Hafnarfjarðar gömul saga og rólegt andrúmsloft, Ásvallalaug fjölskylduvænt umhverfi og heitur salur fyrir yngri börnin og Suðurbæjarlaug fallegt og gott útisvæði og útilaug.

Hafnarfjarðarbær mælir með fjölskylduferð í sund yfir hátíðarnar! 

Jólasund er góð samverustund og sundlaugarnar í Hafnarfirði vel til þess fallnar að uppfylla þarfir allra samfélagshópa enda ólíkar. Sundlaugarnar eru þrjár og hafa þær allar sína sérstöðu og sjarma. Þannig einkennir Sundhöll Hafnarfjarðar gömul saga og rólegt andrúmsloft, Ásvallalaug fjölskylduvænt umhverfi og heitur salur fyrir yngri börnin og Suðurbæjarlaug fallegt og gott útisvæði og útilaug.

Opnunartími yfir jólahátíðina 2021 er sem hér segir:

  Ásvallalaug Suðurbæjarlaug Sundhöll Hafnarfjarðar
23. desember 6:30 – 17 6:30 – 17 6:30 – 17
24. desember 6:30 – 13 6:30 – 13 6:30 – 11
25. desember Lokað Lokað Lokað
26. desember 8 – 17 8 – 17 Lokað
27. desember 6:30 – 22 6:30 – 22 6:30-21
28. desember 6:30 – 22 6:30 – 22 6:30 – 21
29. desember 6:30 – 22 6:30 – 22 6:30 – 21
30. desember 6:30 – 22 6:30 – 22 6:30 – 21
31. desember 6:30 – 13 6:30 – 13 6:30 – 11
1. janúar Lokað Lokað Lokað
 2. janúar   8 – 17  8 – 17  Lokað 

Sjá hefðbundinn opnunartíma sundlauga í Hafnarfirði

Fjöldatakmarkanir í sundlaugarnar

Frá og með fimmtudeginum 23. desember munu allar sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar taka á móti 50% af heimiluðum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Börn fædd 2016 eða síðar teljast ekki með. Er framkvæmdin í samræmi við reglugerð um aðgerðir vegna Covid19.

Hvað eru margir í sundi núna?

Strax í upphafi Covid19 þegar ljóst var að faraldurinn myndi hafa áhrif á þjónustu sundlauga sveitarfélagsins var ákveðið að setja í loftið upplýsingasíðu um fjölda gesta í hverri laug til að lágmarka og helst koma í veg fyrir bið eftir plássi í laugina. Á síðu hverrar sundlaugar má sjá raunupplýsingar um fjölda gesta í hverri laug og hversu mörg pláss eru laus.

Hér má nálgast rauntímaupplýsingar um fjölda gesta í hverri laug

Við erum ÖLL almannavarnir

Gestir eru hvattir til að gæta að 1 metra reglu í hvívetna og gæta fyllsta hreinlætis en samstarf í almannavörnum er forsenda þess að hægt er að hafa laugarnar opnar.

Gleðileg jól og farsælt komandi sundár!
Sjáumst í sundi! 🙂

Ábendingagátt