Komdu í sund um páskana!

Fréttir

Ákveðið hefur verið að hafa opið í sundlaugum Hafnarfjarðar um páskana og er það breyting frá því sem verið hefur til þessa. Á Föstudaginn langa verður opið frá kl. 8-17 í Suðurbæjarlaug og á Páskasunnudag frá kl. 8-17 í Ásvallalaug.

Opið verður á rauðum dögum í sundlaugum Hafnarfjarðar yfir páskahátíðina

Ákveðið hefur verið að hafa opið í sundlaugum Hafnarfjarðar um páskana og er það breyting frá því sem verið hefur til þessa. Á Föstudaginn langa verður opið frá kl. 8-17 í Suðurbæjarlaug og á Páskasunnudag frá kl. 8-17 í Ásvallalaug. 

Paskarnir2017

Allajafna er opnunartími í sundlaugar Hafnarfjarðar annars eftirfarandi. Í Sundhöllinni er opið frá kl. 6:30 – 21 alla virka daga. Í Suðurbæjarlaug er opið virka daga frá kl. 6:30 – 21, laugardaga frá kl. 8-18 og sunnudaga frá kl. 8-17. Í Ásvallalaug er opið frá kl. 6:30-21 alla virka daga, frá kl. 8-18 á laugardögum og 8-17 á sunnudögum.

Allar upplýsingar um sundlaugar Hafnarfjarðar er að finna HÉR

Metnaðarfull heilsustefna fyrir heilsubæinn Hafnarfjörð

Aukið aðgengi að sundlaugum Hafnarfjarðar er á meðal þess sem lögð er áhersla á í nýlegri Heilsustefnu Hafnarfjarðar og aðgerðaráætlun hennar. Í heilsustefnu Hafnarfjarðar er eitt aðalmarkmiðið að hlúa að almennri vellíðan íbúa, andlegri og líkamlegri, á öllum aldri og styrkja og efla sjálfsmynd og góða líðan. M.a. er lagt til aukið samstarf við félagasamtök, fagfólk, áhugafólk og heilsugæslu vegna heilsueflingar og vellíðunar og að upplýsingagjöf verði aukin varðandi þjónustu sem er í boði á því sviði. Að byggður verði upp samstarfsvettvangur viðkomandi aðila þar um, með þátttöku ungmennaráðs, öldungaráðs, ráðgjafaráðs, nýbúaráðs og hverfisráðs þar sem meðal annars verði unnið að verndandi þáttum gegn kvíða og vanlíðan. Heilsustefnan styður við þá sýn Hafnarfjarðarbæjar til framtíðar að auka vellíðan íbúa bæjarins með fyrirbyggjandi aðgerðum. Hafnarfjörður er mikill sundbær en þaðan koma margir af fremstu sundmönnum landsins, til að mynda Hrafnhildur Lúthersdóttir og Örn Arnarson en þau syntu bæði fyrir Sundfélag Hafnarfjarðar.

Sjá heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar HÉR

Ábendingagátt