Komdu út að renna!

Fréttir

Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í formi göngu eða einfaldlega til að renna sér á snjóþotu, brettum eða skíðum og það innan bæjarmarkanna. Tvær brekkur í bænum bjóða upp á sérstaka lýsingu þegar myrkrið ræður ríkjum.

Sérstök lýsing í tveimur brekkum í bænum

Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í formi göngu eða einfaldlega til að renna sér á snjóþotu, brettum eða skíðum og það innan bæjarmarkanna. Tvær brekkur í bænum bjóða upp á sérstaka lýsingu þegar myrkrið ræður ríkjum.

Öryggi eflt og leikurinn lengdur

Krakkar sjá tækifæri og möguleika í alls konar brekkum og hefur heilsubærinn Hafnarfjörður sett upp lýsingu við tvær vinsælar brekkur í bænum. Ljósin hafa logað við brekku við Víðistaðakirkju og Víðistaðatún um nokkuð skeið og nú rétt fyrir jólin var sett upp lýsing í brekku á bak við Suðurbæjarlaug. Þannig geta börnin byrjað að renna sér fyrr á daginn og hætt seinna. Áhugasamir kveikja sjálfir ljósin í brekkunum og loga þau þá 15-60 mínútur. Með þessu er ekki einungis sá tími sem krakkarnir geta leikið sér þarna yfir veturinn lengdur heldur er öryggi svæðisins eflt á sama tíma.

Það viðrar vel til útivistar! 

Ábendingagátt