Kór Öldutúnsskóla 50 ára

Fréttir

Kór Öldutúnsskóla hélt upp á afmælið sitt með pompi og prakt í gær, sunnudag í skólanum okkar enda 50 ár liðin frá stofnun kórsins.

Kór Öldutúnsskóla hélt upp á afmælið sitt með pompi og prakt í gær, sunnudag í skólanum okkar enda 50 ár liðin frá stofnun kórsins.  Skólastjóri Öldutúnsskóla, Valdimar Víðisson, flutti ávarp þar sem hann lýsti mikilvægi þess að hafa svona öflugan og góðan kór í skólanum. Hann þakkaði Agli Friðleifssyni stofnanda og fyrrum kórstjóra og núverandi kórstjóra Brynhildi Auðbjargardóttur fyrir vel unnin störf.  Bæjarstjórinn heiðraði kórinn með nærveru sinni og talaði fallega um kórinn og kórstarfið og mikilvægi þess fyrir  Hafnarfjörð.  Hann minntist einnig á það hversu foreldrar væru mikilvægir fyrir svona starf.  Fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar afhenti hann kórnum 100.000 krónur í afmælisgjöf.  Brynhildur kórstjóri sagði nokkur orð og afmælissöngurinn var sunginn.  Síðan tók við kórsöngur yngri og eldri kóra og var gerður að því góður rómur. 

Eftir formlega dagskrá gafst fólki tækifæri til að skoða gamla muni úr sögu kórsins, ljósmyndir og kvikmyndabrot úr nokkrum söngferðum sem Halldór Árni Sveinsson sýndi.  Fólk gæddi sér á afmælistertu í boði skólans og bakkelsi sem foreldrar kórbarna og fyrrum kórfélaga komu með.  Í tilefni dagsins var gefið út veglegt afmælistímarit sem fólk gat blaðað í.   U.þ.b. 200 manns heiðruðu kórinn á þessum degi, meðal annars Haukur Helgason fyrrum skólastjóri Öldutúnsskóla sem mætti ásamt dóttur sinni Öldu Hauksdóttur.  Þótti fyrrum kórbörnum úr Öldutúnsskóla sérstaklega vænt um að sjá gamla skólastjóra sinn á ný.

Ábendingagátt